Hamingja!

Allir menn eiga það sameiginlegt að langa til að vera hamingjusamir. Hamingja er líka afar eftirsóknarverð. Það sem færri gera sér grein fyrir er að hamingja er ekki ákvörðunarstaður heldur ferðalag.

Við Kata mín fórum með góðum vinum á tónleika síðast liðið miðuvikudagskvöldið með norskum tónlistarmanni. Kvöldið var hið ánægjulegasta og tónlistin skemmtileg. Tónlistarmaðurinn kynnti hvert lag og sagði áhugaverðar sögur um bakgrunn hvers lags. Eitt lagið fjallaði um að margann manninn dreymir um að lifa annarskonar lífi en þeir gera, og telja að allir aðrir hljóti að hafa það betra en maður sjálfur. Það tónar vel við gamla íslenska máltækið um að grasið sé grænna hinu megin.

Á göngu okkar í gegnum lífið skiptast alltaf á skin og skúrir. það er gangur lífsins. Það er jú einu sinni þannig að á hverjum einasta degi eru einhverjir jákvæðir punktar í lífi okkar og einhverjir neikvæðir. Guðfræðingurinn Rick Warren lýsir þessi vel í einni af bókum sínum. Þar líkri hann lífi okkar við járnbrautarteina. Til að lestin - það er að segja lífið okkar - geti keyrt áfram þurfa að vera tveir teinar. þannig má líkja öðrum teinunum við það neikvæða sem er í gangi hjá okkur dags daglega og hinum teininum við að jákvæða. Og það er þörf á þeim báðum til að lestin keyri.

Hamingja okkar snýst þvi að litlu leyti um fjármagn eða aðstæður. Hamingja okkar er fólgin í því hvort okkur tekst á lífsgöngu okkar að fókusera meira á það jákvæða í lífinu og minna á það neikvæða. Hamingja okkar felst í því að njóta ferðalagsins og nýta hvert andartak til hins ítrasta.

Ég hef því í gegnum árin ráðlagt öllum þeim sem til mín hafa leytað að hætta að bíða eftir hamingjunni, og byrja að njóta hennar hér og nú. Það má nefnilega á hverjum degi finna eitthvað jákvætt sem maður getur þakkað fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband