Engin veit hvað átt hefur...

... fyrr en misst hefur.

Þessi fleyga setning er mér ofarlega í huga þessa dagana. Ekki vegna þess að ég hafi óvænt tapað neinu, heldur vegna þess að ég valdi að mennta mig í útlöndum þar sem okkar yndislega Íslenska nýtist takmarkað við verkefni eins og ritgerðarsmíði.

Það er þrennt sem við söknum mest að heiman: fólkið, málið og það að þekkja ekki samfélagið. Söknuður til fólksin mun aldrei breytast, þannig að það verður maður bara að sætta sig við. Það að þekkja samfélag hefur fyrst og fremst með praktíska hluti að gera og það má í sjálfu sér taka dágóðan tíma í að ná því inní vitundina. En það að geta ekki tjáð sig almennilega - það er alveg fúllt.

Á íslensku get ég leikið mér að málinu og meira að segja oft slegið um mig með skemmtilegum frösum. Á dönsku grætur maður af gleði ef maður nær að segja eina villulausa setningu.... Hér gleymi ég reyndar alveg að vera sanngjarn við sjálfan mig því að við erum að sjálfsögðu öll fjölskyldan orðin vel fær um að tala dönsku og klárum okkur alveg í því verkefni. Það er bara gífurleg viðbrigði að geta ekki valið úr fjölda ólíkra lýsingarorða þegar tekið er þátt í umræðum, og þurfa að hugsa sig um hvernig best sé að byggja upp setnignar.

En það er svo sem allt í lagi með talað mál Þar hefur alltaf tækifæri til að grípa til mest notuðu setningar minnar á dönsku: "Hvordan siger man det på dansk....". Sem er reyndar afar góð leið til að læra málið. En það gidlir víst ekki í ritgerðarsmíði.

Ég er núna ásamt mínu hópi að skrifa stórt verkefni um áhrif fátæktar á börn. Það eru gerðar gríðarlega miklar kröfur um fagleg vinnubröð og okkur er skylt að draga inn í verkefnið allar þær kenningar og aðferðafræði sem við höfum verið að læra í vetur. Og hér sit ég sveittur við vinnuna mína og sakna þess að geta ekki skrifða á máli þar sem ég auðvelt með að setja á blað það sem í kolli mínum býr. Þess í stað verð ég að sætta mig við að það taki mig heilan klukkutíma að setja niður eina blaðsíðu af dönskum texta, sem tæki mig nokkrar mínútur á mínu eigin máli.

En hvað er ég að kvarta - þetta er mitt eigið val. Þá situr eftir spurningin, var það hugrekki eða heimska að skella sér í háskólanám i útlöndum á miðjum aldri???

Njótið dagsins vinir - og íslenskunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband