Verðfall á mörkuðum.

Það hafa verið ítarlegar fréttir af verðfalli á mörkuðum bæði vestan hafs og austan undan farna daga. Vangaveltur eru uppi um hvort að um hafi verið að ræða mannleg mistök hjá einhverjum miðlaranum.

í dag fékk ég frétt um merkilegt verðfall á fasteignamarkaðinum heima á Íslandi.

Í árslok 2006 festum við Kata mín kaup á nýju og fallegu einbýlishúsi í falleg hverfi á Selfossi. Við greiddum 32.000.000 fyrir húsið og áttum dágóðan hluta í því þegar við fluttum inní það í ársbyrjun 2007. Það sem við skulduðum í húsinu var hins vegar því miður að mestu í erlendri mynt og því fór hjá okkur eins og afar mörgum öðrum, skuldinn óx langt umfram verðgildi hússins. Þegar staðan var orðin þannig að í stað þess að eiga all margar milljónir í hreinni eign í húsinu var skuld okkar við bankann orðin rúmum 15.000.000 umfram hugsanlegt söluverðmæti hússins. Þá hentum við handklæðinu í hringinn og ákváðum að eyða ekki lífi okkar í að bjarga fallega húsinu okkar. það verður þó að viðurkennast að það var verulega sárt að sjá á eftir því sem við höfðum með harðri hendi og gríðarlegri vinnu náð að eignast eftir að ahfa misst allt okkar í gjaldþroti nokkrum árum áður.

Í dag frétti ég hins vegar að nauðungarsöluferli hússins er lokið og bankinn leysti til sín húsið. Þeir fengu það samt á verði sem mér hefði aldrei boðist að kaupa það á. Ég gerði tilraun til þess að endursemja um verð hússins og þá var mér boðið að endurkaupa það á 42.000.000. Bankinn náði umtalsvert betri samningi við sjálfan sig og leysti til sín húsið mitt á 5.000.000. Það er gríðarlegt verðfall....verst að ég fékk ekki að njóta þess.

Svona ganga nú kaupin á eyrinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband