Kata min!

Kata min fyllir árið í dag!

Það er nú þannig að allt í sambandi við hana Kötu mína er mér gleðiefni. Það eru tæplega 30 ár síðan hún fangaði huga minn og hjarta og meirihluta ævi okkar beggja höfum við rölt í gegnum sætt og súrt hönd i hönd. Við kunnum bæði tvö vel við þann ferðamátan.

Kata er, eins og allir sem til hennar þekkja, alveg einstök kona. Hún er gædd svo mörgum framúrskarandi eiginleikum að í flestum tilfellum þarf nokkra eiginleika til að rúmma öll þessi gæði. En Kata mín fer létt með að höndla þetta allt í einum pakka. Ég hef til dæmis aldrei hitt neinn einstakling sem er jafn geðgóður og hún Kata mín. það þýðir ekki að hún hafi ekki skap, því það er engin skortur á því, en hún skiptir ekki svo auðveldlega skapi. Hún er hins vegar réttsýn fram í fingurgóma og í hennar huga skal rétt vera rétt. Það er því ekki gefinn neinn afsláttur á því, en aðferð hennar við að koma sinni staðföstu skoðun á framfæri er með þeim hætti að einginn meiðir sig á leiðinni. Léttleiki og jákvæðni eru henni svo eðlislæg að ég þekki ekki annað eins. Hún er líka umtalsbesta manneskja sem ég þekki og myndi ekki segja ósátt þó að hún ætti líf sitt að leysa. Svo er hún svo yndislega gelymin. Hún gleymir jafnóðum því sem aflaga hefur farið og hefur lag á að lifa í núinu og framtíðinni, en lætur fortíðina ekki binda sig eða hindra framgang sinn.

Ég gæti notað fjöldann allan af blaðsíðum til að lýsa Kötu minni, en ég ætla ekki að gera það hér. Ég ætla í staðinn að játa hvað mér finnst best við hana Kötu mína, en það er hver ég er þegar ég er með henni. Hún nær að draga fram í mér allt það besta sem ég hef uppá að bjóða og á sama tíma hjálpar hún mér við að dempa og laga það sem betur má fara.

Ég gæti hreinlega ekki hugsað mér lífið án Kötu minnar. Hún er mér allt, jafnt himinn sem haf, sól og máni!!

Elsku Kata mín - innilega til hamingju með daginn þinn. Ég elska að eldast með þér!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamningju með Kötuna þína og til hamingju hvort með annað:-) Gott að heyra að þið þrífist vel í Danaveldi, mér fannst líka gott að búa þar. Kær kveðja

Fanny Kristín Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband