Berrassaður borgarstjóri!

Engin veit sína ævina fyrr en öll er. Það er ekki víst að Jón Gnarr hafi séð það fyrir þegar hann stofanði Besta flokinn að hann yrði borgarstjóri Reykjavíkur. Ef maður skoðar heimasíðu flokksins og þau myndskeið sem þar eru birt, líkjist það meira hugmyndum af skemmtiþætti en framboði.

En nú er Jón Gnarr orðin borgarstjóri í Reykjavík.

Um daginn sat ég með tengdamóðir minni og horfði á kvikmyndina Bjarnfreðarson, sem eins og flestir vita unnin af borgarstjóranum í Reykjvík. Tengdamóðir mín er hins vegar sjálfstæðismaður og hefur verið frá því að hún fékk kostningarétt. Það gidlir sama um hana og Einar J. Gíslaon, fyrrverandi prest Hvítasunnumanna á Íslandi, en hann lét hafa eftir í veislu undir stjórn vinar síns, Árna Johnsen þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að hann væri í sjöunda ættlið frá Fjalla Eyvindi og þeir hefðu allir verið sjálfstæðismenn. Ekki veit ég hversu langt aftur í ættir tengdamóðir mín rekur stuðning sinn til Sjálfstæðismanna, en ég veit að henni hefur ekki fundist Jón Gnarr eins skemmtilegur og mér hefur fundist hann.

Í myndinni Bjarnfreðarson fer borgarstjórinn snildarlega með hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar, og kemur meðal annars fyrir í myndbroti kviknakinn. Við það tækifæri hnippti ég í tengdamömmu og spurði hana hvernig henni litist á berrassaðan borgarstjórann. Það hnussaði í þeirri gömlu, og ég er ekki frá því að það hafi verið vandlætingarhnuss.

Það er ljóst að Jón Gnarr verður öðruvísi borgarstjóri en þeir sem á undan honum hafa setið í þessum eftirsótta stól. Eitt er þó ljóst að hann mun vinna að þessu verkefni með heilum hug og leggja sig allan fram við að sinna starfinu af kostgæfni. Hvort honum tekst það leiðir tíminn einn í ljós. Það er þó ljóst að Reykvíkingar hafa kosið sér borgarstjóra úr öðrum ranni en vani er til í höfuðstað lýðveldisins.

Svona virkar nú lýðræðið - áfram Ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theodor Birgisson

Sem gamall Reykvíkingur er ég mjög sátt við Jón Gnarr sem borgarstjóra.

Lifi lýðveldið

Theodor Birgisson, 7.6.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Theodor Birgisson

Þetta mun hafa verið frú Katrín sem skrifaði síðustu athugasemd :-)

Theodor Birgisson, 7.6.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband