Nýtt blogg

Það er ekki hægt að segja annað en kreppan hefur kallað fram ýmsar breytingar í lífi landsmanna. Ekki einasta erum við hjónin búin að losa okkur við báða lúxusvagnanna sem við keyrðum (og bílalánin af þeim) heldur hef ég ákveðið að hætta að borga fyrir bloggfærslur og færa mig bloggið mitt á þennan vinsæla vef í staðinn.

Hér mun ég sem sagt í óákveðin tíma segja mína skoðun á lífinu og tilverunni. Þeir sem hafa gaman af að fylgjast með slíku er boðið að njóta vel og hinum er ráðlagt að loka þessum glugga hið snarasta og snúna sér að einhverju sem viðkomandi hefur gaman af. Lífið er nefnilega allt og stutt til að eyða því í einhver leiðindi. 

Njótið dagsins - hann er Guðs gjöf til okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú sjaldan sem maður upplifir leiðindi með þér kæri vinur.

Jólaknús í bæinn þinn kveðja Erla

Erla Skagfjörð (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Theodor Birgisson

Elsku pabbi hér með tilkynnist það að ég verð fastagestur hér.

Love you

Theodor Birgisson, 23.12.2008 kl. 11:32

3 identicon

hahaha pabbi ertu svona ánægður með þig. það samt gott því að maður þarf bara að taka suma hluti að sér svo að þeir séu gerðir vel ;)

hahaha.. En nei þetta  var víst ég hún Thea sem á seinasta komment ekki hann karl faðir minn!

Thea (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 11:41

4 identicon

Thea, ég sem var að dást að honum pabba þínum að senda afa þínum svona kveðju því ég veit að afi þinn var alveg hættur að botna í pabba þínum vegna bloggleysis. En við eigum það þá sameiginlegt að verða daglegir gestir hér, ég og þú.

Teddi minn, til hamingju með nýju síðuna, vonandi verðurðu duglegur að setja inn færslur því það er svo gaman að lesa skrifin þín.

Jólakveðja frá stóru sys, Erlan

Erla sys (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband