Jóladagur

Ég svaf út í morgun enda er það góðra manna siður að sofa fram eftir á jóladagsmorgni. Það sem vakti fyrst athyggli mína í svefnrofanum var að heyra tengdamömmu spjalla við Jósúa son minn (15 ára). Ég var svo undrandi á að hann væri vaknaður svona snemma. Ég teygði mig í Armani arbandsúrið mitt og ekki minkaði undrun mín við það. Ég sá mér til furðu að klukkan var að verða 10 og hreint út sagt vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Klukkan bara 10 að morgni og Jósúa kominn á fætur á frídegi. Þegar ég kom fram fékk ég skýringu á stöðunni: Jósúa minn var ekki ennþá sofnaður! Hann sem sagt vann "pissukeppnina" um hver gat vakað lengst. Hann var reyndar eini keppandinn Cool

Dagsrkáin í dag er einföld: AÐ NJÓTA ÞESS AÐ VERA TIL OG BORÐA MIKIÐ AF GÓÐUM MAT! 

Við á sveitasetrinu sendum ykkur öllum okkar bestu kveðjur og vonum að þið njótið þessa góða dags. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þegar Jósúa gerir eitthvað þá gerir hann það vel.. enda er hann dáinn í stofusófanum núna :)

Thea (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband