Ferðalag og fundarhöld

Það hefur löngum verið um mig sagt að ég sé fundvís maður. Ekki þó í þeim skilningi að ég finni auðveldlega það sem er týnd. Með fundvísi minni er vísað til þess hversu marga og mismundandi fundi ég þarf að sitja. Einn langur fundur er framundan á morgun og er hann vestur á Stykkishólmi. Þar munu prestar Hvítasunnukirkjunnar hittast um helgina og funda stíft. Ég fer með þeim vinum mínum Heiðari í Samhjálp og Halldór í Mozaik í Ameríska lúxusjeppanum hans Heiðars. Ég bauð þeim Volvoinn minn en þeim leist ekki vel á það, samt er hann kominn úr viðgerð. Heiðar talaði um þann sænska sem aflóga dós en ég minnti hann á að ég er bara svo líkur Jesú. Hann reið ekki á glæstum fola inn í Jerúsalem forðum heldur fékk sér far með asna, og ég geri eins og hann. Ekki það að ég hafi fengið far með asna, heldur er ég á einföldu og ódýru farartæki! Reyndar er ég dauðfeginn að fá far í bílnum hans Heiðars enda bílinn mjög þægilegur og Heiðar þaulvanur keyrari. 

Njótið lífsins vinir - það er gjöf frá Guði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll umræða um Volvo sem aflóga dós

af mönnum sem drjúgir tala

verð ég að líta á sem hrós

því dósin sú aflóga er ekki með hala

Mun halda uppi vörnum fyrir gamlan vin sem bar okkur áfallalaust sem svarar einum og hálfum hring kringum jarðarkringluna. Lúxusjepparnir eiga samt flestir, fleira sameiginlegt með asna frelsarans en volvoinn....! Halann ;-)

kv E

Erling Magnússon (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband