Fyrirgefning!

Mikið er gott að fara í sundlaugina snemma morguns, synda svolítið, fara svo í heitapottinn og þaðan í gufuna. Alger lúxus! Ég er sem sagt heima í dag og læt mér líða vel. Ég var líka heima í gær á meðan Kata mín fór í kirkju með liðið okkar. Ég notaði tíman meðal annars til að horfa á einn af mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum - 60 minutes. 

Í þættinum var meðal annars fjallað um konu sem varð fyrir barðinu á hrottafengnum nauðgara. Hún lagði andlit glæpamannsins á minnið og benti síðan á hann í sakbendingu hjá lögreglu. Til að gera langt mál stutt þá óx í hjarta hennar einlægt hatur á manninum sem fékk ævilangan fangelsis dóm fyrir verknaðinn sem hann fullyrti að hann væri saklaus af. Maðurinn sat í fangelsi í 11 ár en þá fékkst það loksins sannað með aðstoð DNA að hann var blásaklaus. Konan sem hafði ranglega sakfellt manninn varð algerlega miður sín yfir því hvað hún hafði gert honum. Yfir sig sakbitinn bað hún manninn að hitta sig til að hún gæti beðið hann að fyrirgefa sér. Kirkjan í bæjarfélaginu var valinn sem fundarstaður og þar bað skelfingu lostinn og útgrátinn konan manninn að fyrirgefa sér. Sér til mikillar undrunar tók hann í hendur hennar, horfði í augu hennar og sagðist fyrirgefa henni og þau skyldu bæði nota það sem eftir væri ævi sinnar í að njóta þess að vera til. 

Í dag, 25 árum eftir nauðgunina, ferðast þessi kona um öll Bandaríkin til að halda fyrirlestra um óáreiðanleika þess að treysta á sjónminni. Oft á tíðum fer mjög góður vinur hennar með henni til að segja sína hlið sögunnar, maðurinn sem sat í fangelsi í 11 ár vega sakbendingar sem ekki var rétt. Þau eru bæði gift í dag og eiga sínar fjölskyldur en mikil vinátta hefur skapast á milli þessara tveggja fjölskyldna. Það er ekki orðum aukið að ég klökknaði þegar ég sá þessa umfjöllun. 

Fyrir nokkrum misserum myrti ógæfumaður mörg Amish börn í fólskulegri árás á barnaskóla safnaðarins. Hann endaði ódæðisverkið með því að taka sitt eigið líf. Eftir sátu harmi slegnar fjölskyldur barnanna, og ekkja og börn glæpamannsins. Heimsbyggðin öll fylgdist með einstökum viðbrögðum Amish fólksins sem tók ekkjuna og börnin hennar uppá sína arma. Þeirra skýring var: Eina raunverulega lækningin felst í fyrirgefningu! 

Þvílík viska - viska sem þjóðin okkar þarf svo mikið á að halda núna! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég fékk gæsahúð að lesa þetta! Magnað alveg hreint! Guð blessi þig frábæri frændi minn :)

Eygló (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:57

2 identicon

Vá ég fékk líka gæsahúð!

Anna Valdís (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:02

3 identicon

Svindl, ég fékk enga gæsahúð.

 Kiddi Klettur

Kiddi Klettur (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:49

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mögnuð saga, en ég held að Kiddi hafi fengið gæðahús... Takk fyrir þetta Teddi kæri vinur.

Guðni Már Henningsson, 6.4.2009 kl. 23:13

5 identicon

Sá getur fyrirgefið mikið.   Í praxís er þetta stundum erfitt.Leiðinlegt að gefa óskemmtilegu fólki hugsanir manns en þannig er ófyrirgefninginn.Maður getur fengið sumt fólk bókstaflega  á heilann.   Sá þáttinn um Breiðuvík(var endursýndur fyrir viku ) og þar voru tveir frelsaðir menn  úr hópnum sem mér fannst bera af,en voru samt ekki að hylma neitt yfir.  Það þarf líka að biðja fyrir þeim sem misbeita og afkomendum þeirra sérstaklega. Þetta er samt alltaf mjög erfitt.

hordur halldorss (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband