Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009

Vormót

Voriđ er gengiđ í garđ ţó ađ veđriđ sé ekki alveg ađ átta sig á ţví. Dagarnir lengjast og ţađ sést skemmtilegur munur á milli vikna. Mér finnst voriđ einn skemmtilegasti tími ársins ţó svo ađ allar árstíđir hafi sannarlega sinn sjarma.

Núna um helgina er í fyrsta sinn haldiđ vormót Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík. Ađ mótinu standa Mozaik, Samhjálp og Fíladelfía og fara allar samkomurnar fram í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2. Samhliđa mótinu, sem ber yfirskriftina "Jesús lifir í mér", er frábćrt krakkamót međ mjög skemmtilegri dagskrá. Í kvöld og á laugardagskvöld eru t.d. sérstakar krakkasamkomur sem fara fram í húsnćđi Mozaik ađ Skógarhlíđ 2. Samkomurnar eru ćtlađar fyrir átta ára og eldri og verđa algerlega frábćrar. Ég hef veriđ í kirkjubransanum í 25 ár og ég veit ekki til ţess ađ krakkasamkomur međ ţessu sniđi hafi nokkurn tíma veriđ haldnar áđur. Ţađ er búiđ ađ umbreyta húsnćđinu og í gćr voru hátt í 30 manns sem vann ađ undirbúningi kvöldsins í Skógarhlíđinni. Alveg magnađ!!! 

Ég verđ síđan sjálfur ađ predika á samkomu fyrir fullorđna í kvöld í Fíladelfíu og ţađ verđur alveg frábćr rćđa....Vona ég alla vega. Ţađ er ţví nóg um ađ vera ţessa helgina hjá mér eins og flestar helgar. 

Njótiđ lífsins vinir - ţađ er Guđs gjöf til okkar. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband