Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Sumarfrí

Þessar línur eru skrifaðar í Brekkuskógi þar sem fjölskyldan höfum dvalið í vikutíma. Í dag er hins vegar kominn tími til heimferðar og það er eins með þessa ferð og allar aðrar, toppurinn er að koma heim!

Tíminn hér hefur verið yndislegur - gott veður og góður félagsskapur. Við höfum líka fengið gesti og það eru forréttindi að eiga vini sem vilja leggja á sig ferðalag til að hitta mann. 

Ég á framundan frí í nokkra daga og það er líka yndislegt að þurfa ekki að fara að vinna strax á eftir svona letidögum eins og hafa verið hér í Brekkuskógi.  Ég hef ekki átt svona gott frí í fimm ár, eða síðan ég ég starfaði síðast fyrir Samhjálp árið 2004 en þá fékk ég 4 vikna frí í einni lotu. Ég á ekki fjórar vikur þetta árið en Heiðar, yfirmaður minn hjá Samhjálp, er mér afar góður og sýnir í verki að hann vill mér allt það besta. Þannig höfum við hliðrað til fyrir hvorn annan og ég fæ 3 vikur í sumarfrí og á því tvær vikur eftir. 

Njótið lífsins vinir mínir - það er ég alla vega að gera á hverjum degi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband