Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Veðurpæling.

Það segja mér fróðir menn að mars sé fyrsti vormánuðurinn í Danmörk. Mikið finnst mér það hljóma vel! Eftir hlýindi undanfarinna daga er þó aftur komið frost hér í Álaborg og næstu daga á að vera talsvert kalt, alveg niður í 15 gráður þegar mest er. En það eru samt hlýindi í kortinum alveg á næstunni og því líklegt að veturinn láti fljótt í minna pokan fyrir vorinu.

Í morgun var samt þrátt fyrir 5 gráðu frost afar fallegt og gott veður. Mildur andvari, heiðskírt og sól. Reyndar finnst mér alltaf gott veður hér. Þegar danskurinn talar um snjóstorm, sem hefur verið talsvert af í vetur, þá á ég í mesta basli við að finna storminn. Ég hef nú komist að því að þegar vindur nær 10m/s og snjóél er á sama tíma þá er það skilgreint sem snjóstormur. Og þá stoppar allt. Skólar loka, strætó hættir að ganga og leigubílar eiga i erfiðleikum með að sinna sinni þjónustu. Ég er hræddur um að það yrði lítið athafnalíf heima á Fróni ef menn notuðu sömu viðmið.

Framundan er góður dagur sem ég er staðráðin í að njóta til fullnustu. Ég legg til að þú gerir það saman!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband