femoghalvtreds!

Mikið er merkilegt hvernig heili mannsins registerar nýtt tungumál á stuttum tíma, sérstaklega hjá börnum.

Í gegnum árin hefur það helst verið Kata mín sem hefur setið yfir lærdómnum með börnunum okkar, en þó hefur það komið fyrir að ég hef aðstoðað þau. Eins og í dag.

Elín Rut var í einhverjum vandræðum með stærfræðina og ég sat hjá henni og liðsinnti henni. Málið var ekki sérlega flókið í þessari umferð, það var ekki fyrr en verkefnin þyngdust að ég kallaði á syni mina mér til halds og trausts. Hún er jú komin í 6. bekk.....

Verkefnið okkar Elin Rutar fólst í að mæla stærð horna. Við fundum til þess gráðuboga og svo var hafist handa. Elín Rut lagði gráðubogann samviskulega á sinn stað og síðan fikruðum við okkur eftir mælikvarðanum til að finna stærð hornsins. Elín Rut var á undan mér að finna svarið og sagði af sannfæringu: femoghalvtreds!

Og ég sem hélt að hornið væri 55 gráður.

Njótið lífsins vinir - það er Guðs gjöf til okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband