Til hamingju með daginn!

Í dag er merkisdagur í stórfjölskyldunni minni, þar sem ættmóðurinn og móðir mín fyllir árið. Mamma er fædd 12. mars 1940 og er því sjötug í dag. Mamma er hins vegar svo ung bæði í útliti og atferli að það er hálf ótrúlegt að hún sé orðinn þetta fullorðin. En "ótrúlegt" er reyndar lýsandi fyrir mömmu því mamma er alveg ótrúleg kona sem ég er óendanlega þakklátur fyrir að eiga sem mömmu og vin.

Árið 2008 og 2009 eru ár sem Íslendingar munu alltaf líta til sem árin þar sem gildin breyttust. Í stað peningahyggju og græðgi fóru menn í auknu mæli að setja inn manngildi og meta lífið út frá öðrum forsendum. Það á hins vegar ekki við hana mömmu þvi að hún hefur alla ævi haft raunveruleg gildi lífsins að leiðarljósi. Mamma hefur aldrei verið upptekin af peningum eða veraldlegum gæðum. Það eru mun æðri gæði sem mamma hefur verið upptekin af. Fjölskyldan hefur verið verkefni hennar, bæði höfuðstóllinn (við börnin hennar) og vextirnir (tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn) og þessu verkefni hefur hún sinnt af alúð og óendanlegri umhyggju eins lengi og ég man eftir mér. Ég held að það séu engin takmörk fyrir því sem mamma gerir fyrir sitt fólk.

Mamma hefur afar mikla þýðingu í mínu lífi. Ég væri ekki einu sinni til ef hennar nyti ekki við! Mamma hefur kennt mér hvað það er sem skiptir máli og hefur kennt mér að standa við skoðanir mínar án þess að reyna að þvinga aðra til þess að hugsa eins og ég. Mamma hefur kennt mér að virða aðra og setja mig í spor annarra og taka þarfir annarra fram yfir mínar. Mamma hefur kennt mér svo margt að það tæki mig alltof langan tíma að telja það upp hér. Fyrst og fremst hefur mamma elskað mig í gegnum allt mitt líf og ég ELSKA mömmu mína.

Í tilefni dagsins ætla ég að skjótast heim til Íslands á eftir með Óla bróðir til að vera í veislunni hennar mömmu sem verður á morgun.

Elsku mamma - innilega til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth

Þú ert blessaður að eiga svona góða Móður og hún er blessuð að eiga þig Og það blessar mig að hafa fengið að kynnast þér og Kötu  og fá að fylgjast með ykkur áfram

Kærleikskveðja

Marta Ruth

Ruth, 16.3.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband