Heima er best!

Ég tók daginn snemma í gær enda var framundan heimferð eftir afar vel heppnaða heimsókn til Íslands. Að gista hjá Kidda og Ástu er eins og að dvelja á lúxushóteli, nema að það kemur engin reikningur!

Það er undarlegt að eiga heima í tveimur löndum. Ísland er alltaf "heima" enda er ég afar stolltur af því að vera íslendingur og tala íslensku. Að koma til Íslands verður þannig alltaf "heima". Ég var svo heppinn að verða samferða Óla bróðir mínum heim til Íslands. Óli hefur búið í Danmörku í tæpa 3 áratugi og eftir öll þessi ár ytra sagði hann nú samt þegar við vorum komnir um borð í vélina í Kaupmannahöfn "Going home". Römm er sú taug.....

En í dag á ég heima í Danmörku og er afar ánægður með það. Ég var því á heimleið í gær þegar ég kvaddi Ísland. Og heima er jú best! Og það var gott að koma heim!

Ferðin gekk vel í alla staði og ég komst í gegnum öryggisgæsluna þrátt fyrir að vera með úttröðnar handtöskur af íslenskum matvælum eins og lambalærum, harðfiski og söltu hrossakjötu ásamt gríðarlegu magni af íslensku sælgæti. Við Óli vorum aftur samferða heim og vorum í þessari lotu í fylgd með fullorðnum því að tengdamamma kom með mér heim. Kæja er á níræðisaldri en lét sig ekki muna um að skreppa á milli landa. Það var yndislegt að hitta Kötu mína og alla mína afkomendur og miklir fangarðfundir þegar liðið mitt hitti ömmu aftur eftir margra mánaða aðskilnað.

Í dag er það svo skólinn aftur. Hvað skyldi ég verða lengi að vinna upp tveggja daga stopp??? En ég nýt þess að vera í skóla og hlakka til að takast á við daginn.

Njótið augnabliksins vinir - það kemur aldrei aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert uppáhalds bolggarinn minn! Reyndar les ég almennt ekki blogg en hef einstaklega gaman af því að lesa þitt. Haltu því endilega áfram.

Sigurdur Agustsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 15:52

2 Smámynd: Theodor Birgisson

Kæri vinur.

þakkir fyrir uppörvun og hvattningu.

það var þér líkt!!!

Theodor Birgisson, 20.3.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband