Ráðgjafaþjónusta

Allir einstaklingar eru í samskiptum við einhvern eða einhverja allann liðlangann daginn. Við eigum í stöðugum samskiptum við maka okkar, börn okkar, fjölskyldumeðlimi, vini eða vinnufélaga. Oft á tíðum eru síðan okkar mikilvægustu samskipti háð við okkur sjálf, þar sem það skiptir öllu hvernig við tölum um og við okkur sjálf.

Mörgum gengur ljómandi vel á þessu sviði samskipta og lenda ekki í neinum teljandi vandræðum. Ef vandræði knýja dyra þá ná þessir að leysa það sjálfir með viðkomandi aðila.

Öðrum gengur ljómandi illa að eiga samskipti við aðra og svo virðist sem þeim takist ekki að komast klakklaust frá þessu sívirka hlutverki. Þá hafa menn aðeins tvo kosti, að vera í vandræðum og líða illa yfir stöðunni, og í mörgum tilfellum sjá hlutina enda með skelfilegum afleiðingum. Hinn kosturinn er að leita sér aðstoðar og fá hjálp við að koma samskiptum í lag.

Það að lifa í nútímavæddu vestrænu þjóðfélagi getur verið mjög flókið og það koma upp afar mörg og ólík vandamál í lífi hvers einasta manns. Sumir eiga við samskiptaerfiðleika að stríða, sumir lenda í fjárhagsvanda, aðrir glíma við fíknir og svo eru sumir sem einfaldelga lenda á vegg af einhverjum toga og brotna við höggið. Það er heldur ekkert einfalt að eiga maka, takast á við barnauppeldi og oft á tíðum lendir fólk í þeirri stöðu í blindgötu og sárvantar aðstoð út úr vandanum.

Ég hef í mörg ár unnið með fólki. Ég hef meðal annars verið prestur í mörg ár og hef sem slíkur tekið fólk í sálgæslu sem og almenna ráðgjöf um flest sem snertir mannlegt líf. Í gegnum mörg ár hef ég því sankað að mér reynslu sem ekki fæst keypt í verslun og ekki fæst í skóla. Auk þess hef ég líka lesið mér mikið til um fræðin, og stunda nú nám við Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Ég las sömu fræði við Álaborgarháskóla síðastliðin vetur með mjög góðum árangri. Þegar kemur að reynslu í að vera fjölskyldumaður og faðir á ég einnig áratuga farsæla sögu.

Nú hef ég ákveðið að opna mína eigin ráðgjafaþjónustu þar sem ég býð hverjum sem á þarf að halda aðgang að reynslu minni og þekkingu. Ég sel tímann á vægu verði og fólk slær því tvær flugur í einu höggi við að leyta til mín, fær aðstoð við að koma lagi á líf sitt og sparar sér fjármuni á sama tíma. Ég verð til húsa í hjá vinum mínum í CTF í Reykjavík (Háteigsvegi 7) og stundaskráin mín í HÍ gefur mér færi á að bjóða tíma jafnt eftir hádegi sem fyrir hádegi.

Það er hægt að panta tíma með því að senda mér t-póst á tb.radgjof@gmail.com eða í síma 858-1795.

Taktu ákvörðun í dag um að lifa það sem eftir er lífsins hamingjusamur og í jafnvægi. Ef þú þarft hjálp við það, hafðu þá samband og leyfðu mér að aðstoða þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband