Góður dagur að baki!

Þá er enn einn góður dagur að baki og ég er bara nokkuð þreyttur! En það er til góð þreyta þegar maður leggst til hvíldar og er sáttur við dagsverkið. Það hefur verið nokkuð annríkt hjá mér í dag en þannig vil ég reyndar hafa það.

Helgin okkar Kötu var YNDISLEG! Á laugardaginn var áttum við 22 ára brúðkaupsafmæli og að vanda var haldið uppá það með rómantískri helgarferð. Að þessu sinni fórum við á Hótel Flúðir og vorum þar frá föstudegi til sunnudags og nutum þess að eiga tíma og athygli hvors annars án nokkurs utanaðkomandi truflunar. Við höfum notið þess að eiga hvort annað og standa saman í blíðu og stríðu frá því að við fyrst fléttuðum fingrum okkar saman fyrir hart nær aldarfjórðungi. Þessi ár hafa verið okkur góð og ég hef notið hvers dags. Lífið með Kötu minni er ævintýri líkast og hver dagur er sérstök blessun frá Guði.  Tíminn hefur sannarlega flogið áfram og mér finnst við ekki hafa elst neitt frá því að við byrjuðum saman. Það er sagt að góður maki sjái mann ennþá eins og maður heldur að maður líti út. Kata mín lætur mér líða eins og ég sé enn ungur og ferskur og þó að ég eigi bæði spegil og baðvigt þá vel ég að trúa henni og njóta þess. Hún er að sjálfsögðu eins og gott vín - verður betri með hverju árinu!

Hamingjan er hins vegar, eins og Erla systir mín segir alltaf, ferðalag en ekki endastöð. Ferðalag okkar Kötu minnar hefur verið afar hamingjuríkt, bæði þegar vel hefur gengið og þegar skóinn hefur þrengt. Þar gildir að viðhorf okkar er það sem mestu skiptir. 

Njótið lífsins vinir - það er fullt af yndislegum tækifærum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara frábært innilegar hamingjuóskir að norðan. Ykkar vinir

Benný og Elfar

Elfar Eiðsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband