Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nýr dagur - ný tækifæri!

Þá er runninn upp enn einn náðardagurinn í lífi okkar. Þessi dagur er eins og aðrir óskrifað blað og nú er það okkar að skrifa eitthvað fallegt á blaðið okkar. Þessi dagur er nefnilega - eins og allir dagar - fullur af tækifærum og áskorunum. Og eins og góður vinur minn sagði svo snilldarlega einu sinni "þú nærð alltaf árangri". Þetta er svo mikið rétt. Ef ég ákveð núna í upphafi dags að láta mér liða illa í dag þá mun ég ná frábærum árangri við það. Ef ég hins vegar ákveð að láta mér líða vel í dag og njóta alls þess góða sem dagurinn ber í skauti sér þá mun ég ná frábærum árangri við það.

Ég hef sem sagt ákveðið að ná frábærum árangri við að láta mér líða vel í dag. Og núna tek ég mér orð Páls postula í munn og segi við þig "gerðu eins og ég!" Alla vega í þessum efnum Wink

Njóttu lífsins - það er Guðs gjöf til þin! 

 


Laugardagsmorgnar!

Ég elska lífið og það að vera til! Ég nýt hvers dags og er afar þakklátur fyrir að hafa vinnu og í nógu að snúast. Samt verð ég að segja að laugardagsmorgnar heima á sveitasetrinu okkar eru ómetanlega yndislegir.

Það hefur verið mikið um að vera hjá mér enda má segja að ég sé í tveimur störfum, launaðir vinnu hjá Samhjálp og síðan mikilli vinnu fyrir Mozaik. Þannig hafa síðustu helgar verið ásetnar og langt síðan ég átti laugardagsmorgun í rólegheitunum. Það verður reyndar nóg að gera hjá okkur í dag því að Elin Rut (12 ára) er að keppa á fimleikamóti í Þorlákshöfn í dag og þegar við erum búin að fylgjast með henni brunum við Kata mín inní borgina til að kveðja Betu mágkonu sem er að flytja aftur út til Germaníu eftir ársdvöl á Íslandi. Strax þar af loknu er síðan árshátíð í vinnunni hennar Kötu sem við förum í. 

Njótið lífsins vinir - það er svo dýrmæt Guðs gjöf. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband