Ég elska að vera til!

Það er ekki ofsögum sagt að ég er lífsglaður maður sem nýt þess að vera til. Laugardagsmorgnar finnst mér til dæmis yndislegir.  Að fá að sofa út, vakna svo þegar langt er liðið á morguninn og hafa ekkert ákveðið að gera annað en njóta þess að vera til. Þvílíkur lúxus.

Við nutum þess að fá góða gesti í gærkvöldi en Halldór og Arný voru hjá okkur og við "brain storm -uðum"  næstu skref fyrir Mozaik. Það er alltaf  gaman að eiga samfélag við þau heiðurshjónin. Að auki renndi hér við á sveitasetrinu Ingólfur vinur okkar Harðarson en hann þurfti að reka erindi á Selfossi og fer að sjálfsögðu ekki um sýsluna án þess að koma hér við og fá sér kaffisopa. Kvöldið var yndislegt og við vorum enn einu sinni minnt á það hversu dýrmætt það er að eiga góða vini. 

Dagurinn í dag býður líka upp á spennandi atburði eins og flestir dagar. Fyrst og fremst er ég ákveðin í því að njóta dagsins og fá sem mest út úr honum. Benjamin Disarelli - fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands - sagði eitt sinn :"Lífið er of stutt til að vera að eltast við smámuni".Ég ætla því í dag eins og aðra daga að lifa eftir eigin mottói og einblína á það sem er jákvætt og uppbyggjandi og breiða yfir þá bresti sem hugsanlega mæta mér í dag. Það er óbrigðul leið til að njóta hvers dags. 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn

Gott að þú ert hamingjusamur en nú þarft þú að biðja fyrir fjölskyldu sem var að missa ástvin í umferðarslysi rétt hjá Selfoss.

Megi almáttugur Guð umfaðma og hugga ástvinina.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband