Fagnaðarfundir!

Það stendur mikið til í dag hjá stórfjölskyldunni. Pabbi varð sjötugur um daginn og í kvöld á að halda mikla veislu í Háborg, félagsmiðstöð Samhjálpar. Óli bróðir er kominn heim frá ríki Margrétar Þórhildar til að fagna með pabba og ég hlakka mikið til að hitta hann.

Ég á tvo bræður og er svo heppinn að þeir eru báðir bestu bræður sem hægt er að hugsa sér. Um leið og þeir eru mjög ólíkur eru þeir svo innilega líkir. Það sem einkennir þá báða er raunverulega umhyggja fyrir öðrum. Þó að ég sé orðin rúmlega fertugur þá vaka stóru bræður mínir ennþá yfir mínum hagsmunum og minni velferð. Það eru mér ómælanleg forréttindi að eiga Óla og Kidda í lífi mínu. Ég hef ekki hitt Óla í tæpt ár núna og þó að við tölum reglulega saman í síma og á netinu þá er það ekki eins og að fá að sitja með stóra bróður og njóta samfélagsins við hann. Því miður er Anette mágkona að glíma við krankleika og komst ekki með honum. Hún er yndisleg kona sem hefur laðað það besta fram í fari Óla. Það hefði verið fullkomið ef hún hefði komist með, því að það eru sex ár síðan við hittumst öll systkinin og makar og því löngu tímabært að endurtaka það.  

Í gær var Elín Rut dóttir mín að keppa á enn einu fimleikamótinu og koma heim með silfurverðlaun! Hún stendur sig svo vel og það er svo gaman að sjá hvað hún er metnaðarfull í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Rauðhærðu dætur mínar tvær eiga þetta og svo margt annað sameiginlegt. Ég er svo ríkur að eiga hana Kötu mína og yndislegu börnin mín fjögur og litla afastrákinn minn. Þessi auðævi mín hafa ekki rýrnað neitt í kreppunni enda ekki hægt að setja neinn veraldlegan verðmiða á himnesk auðævi. Ég er sannarlega blessaður maður og ég geri mér svo sannarlega grein fyrir því og met það afar mikils. 

Ég heyri að afastrákurinn minn er vaknaður og ætla að fara og knúsa hann. Njótið dagsins vinir mínir - hann er Guðs gjöf til okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Til hamingju með daginn Teddi minn

Bið að heilsa kappanum sem dregur ykkur saman núna til samfagnaðar.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband