Laugardagsmorgun

Ég hef alltaf verið morgunmaður sem tek daginn snemma og nýt þess. En í morgun feilreiknaði likamsklukkan sig all svakalega. Ég var vaknaður og kominn á fætur rúmmlega fimm, heldur svekktur yfir þvi að ná ekki að sofa út. Var búinn að ákveða að sofa langt frameftir og fara ekki á fætur fyrr en á milli 7-8. En eftir að hafa reynt að sofna aftur í smá stund gafst ég uppá því verkefni og fór á fætur. Gerði það sem allir heimilisfeður gera á hverjum laugardagsmorgni og setti í eina þvottavél og settist svo niður við að lesa heimsfréttirnar. Byrjaði að sjálfsögðu heima á Íslandi (en það geri ég á hverjum morgni, svo voru það dönsku miðlarnir (jp.dk, tv2.dk og síðan nordjyske.dk) en í morgun sleppti ég Amerísku fréttunum. Síðan þarf að taka veðrið, bæði heima á landinu bláa og hér í ríki Margrétar Þorhildar.

Mér líður afar vel í Danmörku og er mjög sáttur við þá ákvörðun okkar að flytja hingað út. Það er mjög margt sem bakkar þá tilfinngu upp. Til dæmis finnst mér mjög gott að eiga fyrir mat á hverjum degi....Lífsbaráttan hér er einfaldlega mun auðveldara en heima á Íslandi. Vinnudagurinn styttri og launin betri þannig að maður á meiri tíma með fólkinu sínu. Ég sjálfur hef reyndar ekki unnið svona lítið eins og ég geri núna síðan við Kata mín stofnuðum fjölskyldu og fórum að eiga börnin okkar. Ég hef alltaf unnið alla vega tvö störf og stundum meira. Hér er ég bara í háskóla og þarf ekki að vinna neitt með náminu og mér finnst ég stundum hreinlega vera í sumarfríi. Kata min er í fullu starfi sem félagsráðgjafi hjá borginni en hennar vinnutími er frá 8-15 alla daga nema fimmtudaga en þá vinnur hún til 17. Það finnst okkur núna vera svaka langir dagar. Fyrir nokkurm árum var staðan þannig hjá okkur báðum að kl. 17 áttum við alla vega einn tíma eftir í dagvinnunni og síðan var kvöldvinnan eftir.

Í dag vildi ég reyndar gjarnan vera á Íslandi og taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ég myndi með stollti segja NEI við þessum lögum. Mér finnst reyndar ráðamenn gefa ótrúleg skilaboð með því að segjast ekki ætla að kjósa. Mér finnst að þeir séu þar með að dæma sjálfa sig úr leik sem hæfir stjórnendur þjóðfélagsins, þó svo að ég hafi reyndar aldrei treyst þeim til að stýra þjóðarskútunni. Ég vona að sem allra flestir mæti á kjörstað og segji skoðun sína. Það er kjarni lýðræðisins og ótrúlegt að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra sniðgangi slíka samkomu. Það verður sannarlega spennandi að sjá niðurstöðu kosningarinnar þegar talningu líkur.

Ég ætla hins vegar snöggvast að laga mér kínverskt te og halda síðan áfram að hjálpa Camilla Lackberg, hinni sænsku, að leysa dularfullt sakamál. Ég hef komist að þvi að slík rannsóknarvinna er afar gagnleg í þeirri þrotlausu vinnu að læra dönsku.

Njótið dagsins vinir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband