Ice-save

Það hefur sennilega ekki komið neinum á óvart hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan fór á laugardaginn. Sjálfur er ég afar ánægður með niðustöðuna, þó að ég geri mér grein fyrir því að á hvorn veginn sem þetta hefði farið fylgja þvi afleyðingar. Mér finnst gott að sjá Pálma í Fons iðrast og vildi að aðrir útrásarmenn fylgdu í kjölfarið. Hvað sem iðrun þeirra líður þá er ekki réttlætanlegt að varpa þeirra mistökum á Íslensku þjóðina. Við eigum ekki að láta kúga okkur, hvorki sem einstaklinga né heldur sem þjóð, í þessum málum né neinum öðrum.

Það vakta nokkra undrun hjá mér í fyrirlesturm morgunsins í háskólanum hvað margir að mínum samnemendum höfðu fylgst með framvindu mála á Íslandi og voru vel inní umræðunni. Þverskuður á áliti þeirra sem tjáðu sig um málið var að Íslendingar hefðu tekið rétta ákvörðun. Hvað verður núna veit svo sem engin, en allir menn ættu að lifa frjálsir, eða deyja við að reyna að verða frjálsir. Ekki þar með sagt að ég hafi neinar áhyggjur af því að Íslenska þjóðin deyji. Síður en svo, við erum sterk þjóð sem höfum áður staðið af okkur brotsjó og gerum það líka núna. En við eigum ekki að láta níðast á okkur hvorki af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu eða AGS. Sjálfstæði okkar felst í því að við ákveðum sjálf hvað gert verður!

Annars er vorið að banka uppá hjá okkur hér á Jótlandi þó að það sé helst til hógvært í því banki. Það er samt greinilegt að veðurskipti eru í gangi og danir bíða óþreyjufullir eftir hlýindum vorsins. Það gerum við Íslendingarnir líka og það er eftirvænting hjá okkur að upplifa danskt vor.

Njótið lífsins vinir mínir nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Bauninn minn

Þjóðin sagði nei en ríkisstjórnin hlustar ekki og heldur áfram að semja um að koma okkur í skuldafangelsi. Þau eru ekki að vinna fyrir þjóðina. Fyrir hverja eru þau að vinna. Vona að þessi stjórn eigi ekki marga daga ólifaða.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2010 kl. 17:58

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Gaman að heyra um samhljóm fólksins sem þú umgengs. Meira að segja fulltrúar innan ESB segja okkur að við eigum ekki að borga - maður sem samdi einhver lög sem Bretar og Hollendingar benda á ná ekki til svona bankahruns eins og átti sér stað hér.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2010 kl. 17:59

3 Smámynd: Theodor Birgisson

Takk kæra frænka fyrir að kíkja í heimsókn á bloggið mitt. Ég veit þá að það eru alla vega þú og pabbi sem lesið bloggið mitt.

Bestu kveðjur í fallega Vopnafjörðin.

Teddi

Theodor Birgisson, 10.3.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband