Hamingja!
27.3.2010 | 10:28
Allir menn eiga žaš sameiginlegt aš langa til aš vera hamingjusamir. Hamingja er lķka afar eftirsóknarverš. Žaš sem fęrri gera sér grein fyrir er aš hamingja er ekki įkvöršunarstašur heldur feršalag.
Viš Kata mķn fórum meš góšum vinum į tónleika sķšast lišiš mišuvikudagskvöldiš meš norskum tónlistarmanni. Kvöldiš var hiš įnęgjulegasta og tónlistin skemmtileg. Tónlistarmašurinn kynnti hvert lag og sagši įhugaveršar sögur um bakgrunn hvers lags. Eitt lagiš fjallaši um aš margann manninn dreymir um aš lifa annarskonar lķfi en žeir gera, og telja aš allir ašrir hljóti aš hafa žaš betra en mašur sjįlfur. Žaš tónar vel viš gamla ķslenska mįltękiš um aš grasiš sé gręnna hinu megin.
Į göngu okkar ķ gegnum lķfiš skiptast alltaf į skin og skśrir. žaš er gangur lķfsins. Žaš er jś einu sinni žannig aš į hverjum einasta degi eru einhverjir jįkvęšir punktar ķ lķfi okkar og einhverjir neikvęšir. Gušfręšingurinn Rick Warren lżsir žessi vel ķ einni af bókum sķnum. Žar lķkri hann lķfi okkar viš jįrnbrautarteina. Til aš lestin - žaš er aš segja lķfiš okkar - geti keyrt įfram žurfa aš vera tveir teinar. žannig mį lķkja öšrum teinunum viš žaš neikvęša sem er ķ gangi hjį okkur dags daglega og hinum teininum viš aš jįkvęša. Og žaš er žörf į žeim bįšum til aš lestin keyri.
Hamingja okkar snżst žvi aš litlu leyti um fjįrmagn eša ašstęšur. Hamingja okkar er fólgin ķ žvķ hvort okkur tekst į lķfsgöngu okkar aš fókusera meira į žaš jįkvęša ķ lķfinu og minna į žaš neikvęša. Hamingja okkar felst ķ žvķ aš njóta feršalagsins og nżta hvert andartak til hins ķtrasta.
Ég hef žvķ ķ gegnum įrin rįšlagt öllum žeim sem til mķn hafa leytaš aš hętta aš bķša eftir hamingjunni, og byrja aš njóta hennar hér og nś. Žaš mį nefnilega į hverjum degi finna eitthvaš jįkvętt sem mašur getur žakkaš fyrir.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.