Friðhelgi heimilisins.
21.4.2010 | 06:11
Ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunnar að virði eigi friðhelgi heimilsins. En ég er líka afdráttarlaust þeirrar skoðunnar að þar þurfi eitt yfir alla að ganga.
Undanfarið hefur verið efnt til mótmæla við heimili ýmissa ráðamanna og nú er svo komið að löggæslan hefur gripið í taumana. Það finnst mér hið besta mál og nauðsynlegt að tryggja að alþingismenn og aðrir leiðtogar þjóðarinnar geti óhulltir dvalið á heimilum sínum. Ólína Þorvarðardóttir skrifar á heimasíðu sinni að það væri "óhugnanlegt að fylgjast með mótmælum við heimili fólks". Ég get alveg tekið undir það með þingmanninum. Heimilið á jú líka í öllum tilfellum að vera friðhelgt.
En reyndin er nú samt allt önnur á landinu bláa. Þannig hafa bankarnir, sem flestir eru komnir í eigu okkar allra, gengið með harðri hendi að heimilum fjölda landsmanna. Og það er gert í skjóli þeirra sem við höfum valið til að gæta okkar hagsmuna. Hvernig má það síðan vera að þessir sömu aðilar sína á sér tennurnar þegar kemur að þeirra eigin heimilum? Með því eru þingmenn að segja okkur hinum að á Íslandi séu menn mis jafnir í þjóðfélagi sem státar af því að allir menn séu jafnir. Þetta er ótækt og óafsakandi!
Í þessum vangaveltum mínum lít ég ekki til allra þeirra viðskiptajöfra sem svikið hafa land og þjóð og sitja enn á gulli sínu þrátt fyrir að þjóðin liggi særð við vegkantinn eftir þá. Þeir hafa löngu sýnt að heiður þeirra og virðing er langt undir væntingum. En þegar kemur að landsfeðrunum hljótum við að geta gert skýra kröfu á að menn axli ábyrgð og standi vörð um land og þjóð. það er jú það sem við borgum þeim laun sem eru af þeirri stærðargráðu að ég myndi gjarnan þyggja þau kjör.
En þrátt fyrir þessa stundargeðvonsku mína yfir ástandi heima, á landinu sem ég elska, hef ég ákveðið að vera glaður og hamingjusamur í dag. Lífið er of gott til að verja því í leiðindi.
Njótið dagsins vinir - hann kemur aldrei aftur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.