Kolbiluð þvottavél.

Það eru þrjár vélar hér á heimilinu sem keyra nánast án afláts. Þvottavél, þurrkari og uppþvottavél.

Um daginn vildi ekki betur til en svo að þegar ég setti þvottavélina í gang neitaði hún alfarið öllu samstarfi við mig. Það var saman hvaða æfingar ég gerði, allir verkferlar þessarar rándýru 3 ára Simens vélar lágu niðri. Og þá voru góð ráð dýr.

Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í Óla bróðir minn og spurja hann hvaða viðgerðarverkstæði hann notaðist við. Hann bað mig að finna út skráningarnúmer vélarinnar og hringdi síðan í umboðið fyrir mig. Stuttu seinna hringdi hann og sagði að umboðið þekkti ekki til þeirrar bilunar sem væri að hrjá vélina mína. Hann saðgi líka að það kostaði mig 800 danskar krónur að fá viðgerðarmann til bilunarleit. Það fannst mér í sjálfu sér alger bilun og var lítið hrifin af hugmyndinni.

Ég spurði því Óla hvað hann myndi gera í mínum sporum og hann sagðist myndi byrja á að kíkja á hana sjálfur. Það fannst mér mun sniðugari hugmynd og var fljótur að bjóða honum í kaffi. Þar sem ég á heimsins bestu bræður tók hann mjög vel í þá hugmynd og það leið ekki á löngu þar til hann var kominn til mín með verkfæratöskuna sína.

Þar sem ég veit EKKERT um svona viðgerðir spurði ég Óla hvað hann myndi byrja á að gera. Hann sagði að fyrsta verkið væri að athuga kolin í vélinni og ég var fljótur að segja honum að það væri alveg öruggt að það væri ekki vandinn. Ég hefði aldrei sett kol í vélina, bara þvott. Öll kolin væru bara í grillinu út á svölum....Óli var fljótur að átta sig á aðstæðum og spurði hvort það væri ekki best að ég hellti bara uppá kaffi á meðan hann tékkaði á vélinni......

Þegar búið var að rífa kolin úr sá verkfærðingurinn hann bróðir minn að þau voru alveg uppétin. Hann sagði því að næsta verk væri að panta ný kol og athuga hvort það gerði vélinni ekki gott. Í gær náði ég í nýju kolin og í dag kom Óli svo og setti þau í og nú er vélin komin í gagnið á ný! Og þvílíkur munur!!!

Mikið er ég þakklátur fyrir að eiga svona snjallan og hjálpsaman bróðir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt hann nú ekki alveg einn!!!!

Kiddi Klettur (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband