Nýr tónn
7.5.2010 | 06:49
Það verður að segjast eins og er að það kveður við nýjan tón í harmleiknum "Íslenska efnahagshrunið" með handtökum tveggja Kaupþingskónga í gær.
Í upphafi vil ég taka það fram að ég er alls ekki hrifinn af fangelsum og finnst skelfilegt að menn skuli leyðast á þær brautir sem enda þar.
Ég er þessar vikurnar að skrifa rannsóknarritgerð um afleiðingar fátæktar á börn í velferðarríkinu Danmörk. Þetta er í senn fróðlegt og athygglisvert viðfangsefnið sem hefur gefið mér dýpri skilning á því þjóðfélagi sem ég bý í í dag.
Ritgerðin er skrifuð sem hópverkefni og það fyrsta sem við gerðum var að skoða skilgreiningar á fátækt. Það kom í ljós að það eru tvær meginskilgreingar til, önnur notuð af EB og hin af OECD. Við fundum líka fljótt út af það eru notaðu tvö hugtök um fátækt, annnars vegar raunveruleg fátækt (absolut fattigdom) og hins vegar afstæð fátkækt (relative fattigdom).
Í Danmörku þekkist ekki raunveruleg fátækt eins og hún er skilgreind bæði af EB og OECD, en þá er talað um að einstaklingar eigi hvergi höfði sínu að halla og hafi engan aðgang að mat. Það er hins vegar verulega stórt vandamál, og ört vaxandi, hversu margir búa við "relative" fátækt í Danmörku. Það þýir að viðkomandi þarf að neyta sér um fjölmargt sem almenningur telur sjálfsagan hlut. Þetta getur verið allt frá því að eiga ekki GSM síma, eiga ekki tölvu eða niður í það að geta ekki borðað borðað 3 góðar máltíðir á dag og skaffað sér og sínum þau föt sem nauðsynleg eru. Viðkomandi er því í raun fátækur þó að hann falli ekki undir skilgreiningar EB og OECD um að vera "raunverulega fátækur".
Og þá hugsa ég heim til Íslands. Mér finnst ekki sniðugt að fjölskyldumenn séu hnepptir í fangelsi. En á móti varpa ég fram þeirri spurningu (sem ég vel að svara ekki sjálfur hér og nú) hvort það sé eðlilegt að menn sem varpa þúsundum einstaklinga í "relativt" fangelsi gangi um frjálsir og lifi í munaði sem íslenskur almúgi mun aldrei geta leyft sér. Sami almúgi og mun greiða upp skuldir og ævintýramennsku þessara manna.
Mín einlæga skoðun er sú að það sé ekki besta leiðin að fangelsa þá sem bera ábyrgð á efnahagshruninu. Það besta er að þeir einfaldlega skili því sem þeir stálu og almenningur verði þannig leystur úr sínu "relative" fangelsi og allir geti síðan lifað sáttir við sitt.
Væri það nú ekki yndislegt?
Athugasemdir
Ég er sammála þér vinur með það að það væri frábært ef þeir sem bera ábyrgð á hruninu gerðu sitt og skiluðu því sem þeir tóku eða sóuðu, til að endurreisnin gangi hratt og vel fyrir sig...
Engu að síður, hvort sem þessir menn og einstaka konur komi til með að skila því sem þau tóku þá hefur þetta fólk sýnt af sér einstakan brotavilja og farið mikinn til að komast upp með það sem þau gerðu og til að leyna því...
Á móti má spyrja, ættu bara fjölskyldumenn sem bera á einhvern hátt ábyrgð á efnahagshruninu að ganga frjálsir þrátt fyrir að hafa farið á svig við lög þessa lands sem við byggjum...
Brynja Bjarnason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 07:54
Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??
Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.