Thea 22 ára í dag!!
20.5.2010 | 03:58
Mér finnst alveg ótrúlegt til þess að hugsa að það séu orðin 22 ár síðan ég fékk hana Theu mína í hendurnar í fyrsta skipti, en það er nú samt staðreynd. Hvernig getur svona ungur maður eins og ég átt svona uppkomna dóttir....
Thea min fyllir sem sagt árið í dag í 22. skiptið. Það eru að sjálfsögðu alltaf yndisleg tímamót að ljúka einu ári og fá að byrja það næsta.
Thea mín er í senn einstök og yndisleg. Hún hefur frá því að við vissum að hennar var að vænta verið okkur afar mikið gleðiefni. Það er þó ekki laust við að hún hafi alltaf vitað hvað hún vildi og hvernig hún vildi hafa hlutina. Það má því segja að hún hafi verið okkur í senn blíðust og stríðust. Ég veit ekki hvaðan hún hefur fengið þá eiginleika að vilja alltaf ráða öllu sjálf. Þetta hlýtur að koma úr móðurættinni.... En Thea er líka kona sem hefur farið í gegnum erfiða hluti og þurft að berjast fyrir lífi sínu. Þar hefur hún sýnt hvað í henni býr. Thea er kona sem gefst ekki upp og tekst á við allt sem mætir henni með því hugarfari að ekkert sé henni um megn. Það eru eiginleikar sem ég met afar mikils í fari hvers einstaklings. Ég er afskaplega stolltur og þakklátur fyrir hana Theu mína.
í dag blasir lífið við Theu minni og litla nafna mínum. Hún hefur með einstakri elju og dugnaði lokið við alla þá aðgangskúrsa sem hún þurfti að klára til að geta hafið háskólanám í haust og það útaf fyrir sig er frábær áfangi. Í vetur kynntist hún yndislegum ungum manni héðan frá Álaborg og þau hafa nú ákveðið að rugla reitum. Okkur líst afar vel á Michael og erum þess fullviss að þau muni ná að höndla hamingjuna saman.
Elsku Thea mín - innilega til hamingju með daginn þinn. Hlakka til að fá ykkur í mat í kvöld!!
Athugasemdir
Þabbaraþað. Til hamingju með stelpuna :-)
Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.