Hinn dýrasti arfur!

Ég hef verið að benda börnunum mínum, og þá ekki síst Theu minni með litla drenginn sinn, á mikilvægi þess að rækta Íslenska tungu þó að við búum erlendis. Íslenkan er jú okkar dýrasti arfur sem við verðum að vernda og meta að verðleikum. Það eru ómæld forréttindi að vera í hópi þeirra örfáu þúsunda sem tala þetta einstaka og gullfallega mál. Ég bý svo vel að tala auk minnar eigin tungu bæði ensku og dönsku en það er ekkert sem jafnast á við að tjá sig á sínu eigin máli!

Læt hér fylgja með kveðskap sem allir landsmenn eiga að þekkja:

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú.
(Jónas Hallgrímsson)

Ég elska Ísland og okkar dýrasta arf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband