Veislur

Allir sem þekkja mig vita að mér finnst veislur skemmtilegar og matur góður. Í gær var ég í mjög skemmtilegri veislu. Thea mín á yndislegan danskan kærasta og móðir hans og stjúpfaðir buðu okkur í garðveislu heima hjá sér í gær. Það var mjög gamana og þau hjónin veittu verulega vel.

Eitt af því sem ég hef lært eftir að ég flutti hingað út er að danir taka sér góðan tíma í veislur. Ég var til dæmis í "konfirmation" hjá Elínu bróðirdóttir minni í apríl og sú veisla stóð yfir í 8 tíma. Fyrst þegar ég tók þátt í danskri veislu fannst mér vera kominn tími til heimferðar eftir tæpa 3 tíma. En þá var leikurinn ekki einu sinni hálfnaður. Nú hef ég lært að þetta er góður siður. Við gefum okkur alltof sjaldan tíma til að setjast niður og eiga samfélaga hvert við annað. Það er þó hin einu sönnu verðmæti í lífinu, einstaklingar og það að eiga samfélag við aðra.

Matarboðið hjá Brian og Dorthe stóð í tæpa sex tíma. Allan þann tíma var boðið uppá einhvers konar hressingu og ég er ekki frá því að ég hafi borðað örlítið meira en mér holt. Thea hafði reyndar aðvarað okkur og sagt að það yrði veitt vel og við skyldum búa okkur undir mikið át. Og hún hafði rétt fyrir sér. Mér fannst maturinn afbragð, en það sem mér fannst best var að sitja með þessu góða fólki og fá að kynnast þeim og segja þeim frá okkur. þannig byggist vinátta, þegar hjarta mætir hjarta. Við keyrðum heim södd og ánægð, og einum vinahjónum ríkari. Líkami okkar vinnur úr matnum, hjá Kötu minni á nokkrum klukkutímum og hjá mér á nokkrum árum..... En vináttan og tengingin við Brian og Dorthe, hún heldur áfram að vaxa og dafna. Og það er dýrmætt.

Í dag förum við svo í aðra veislu, en í því húsi höfum við oft áður sest niður að snæðingi, og alltaf farið alltof södd heim. Júlía, elsta dóttir Óla bróður míns, varð stúdent í vikunni með glæsilegum árangri og nú skal því fagnað að hætti Anette mágkonu minnar. Veislur hjá þeim eru aldrei stuttar en það er alltaf stutt í næsta rétt á veisluborðinu þeirra. Ég hlakka til að fara, bæði vegna þess að Óli og Anette eru í hópi minna allra bestu vina og einnig vegna þess að veislur eru skemmtilegar. Þar hittist fólk til að gleðjast og fagna og fólk fær tækifæri til að gleyma amstri hversdagsins í nokkra tíma. Og það er yndislegt og mikilvægt.

Ég er afskaplega ríkur maður. Það getur vel verið að ég eignist einhverntíma peninga til að gera hluti sem ég get ekki leyft mér í dag, en ég er óhemju ríkur maður. Ég á frið við Guð og menn og fæ að að njóta samfélags við úrvalsfólk sem ég elska og sem elskar mig. Slíkt verður aldrei keypt fyrir allt gull veraldar.

Ég ætla að njóta dagsins og mæli með því að þú gerir það sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theodor Birgisson

Góður pistill Teddi minn.

Theodor Birgisson, 27.6.2010 kl. 08:25

2 identicon

Og aftur; eins og ég vildi sagt hafa í þriðja sinn án þess að ég kommenti og það líti út fyrir að þú Teddi minn sért að kommenta á sjálfan þig, þá finnst mér þetta góður pistill ;-)

Katrin (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband