Nokkrar myndir
25.12.2008 | 21:21
Ég setti inn nokkrar myndir af jólahaldinu í myndamálbúmin hér á hægri spássíðu. Þeir sem hafa gaman af að kíkja í heimsókn þangað er það velkomið. Þeir sem engan áhuga hafa þá því ættu að skella sér í góðan göngutúr til að fá ferskt loft í lungun. Ég ætla sjálfur að halda áfram að hjálpa hinum sænska lögreglumanni Kurt Wallander að leysa flókna morðgátu í bókinni "Á villigötum" eftir Henning Menkell.
Njótið kvöldsins vinir - þetta kvöld kemur aldrei aftur!
Athugasemdir
Þetta er auðvitað bara glæpsamlegt. Það er að segja hvað hann er mikið grútt litli afastrákurinn okkar. Hann er æðibolla.
ps. t il hamingju með afmælið þitt kúturinn litli bróðir.
Kiddi (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:57
Til hamingju með daginn elsku Teddinn minn. Megi hann verða þér frábær og góður og láttu nú dekra við þig á allan hátt. Sjáumst hress. Erlan
Erla sys (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.