Nú er mér nóg boðið!
31.12.2008 | 15:41
Ég tek heilshugar undir með Sigmundi Erni, þessi mótmæli eru komin út fyrir öll eðlileg mörk. Þeir einstaklingar sem tóku þátt í þessum mótmælum ættu að skammast sín og læra almenna mannasiði. Það er eitt að vera óhress með stöðu mála, en að beita saklausu fólki líkamsmeiðingar og eyðileggja eigur annarra er óafsakanlegt! Þarna töluðu mótmælendur alls ekki fyrir munn almennings í landinu. Ég segi "Nei takk" við svona aðferðum.
Fólk slasað eftir mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Theodor - Sigmundur frændi minn getur sjálfum sér um kennt líka - hann og hans stétt hafa gengið undir þessum ofbeldislýð og haldið þeim gangandi með því að auglýsa þetta dót upp og gera einhverskonar hetju úr þessu. Hörður Torfason á líka stóra sök í málinu með því að etja illa gefnum og/eða illa innrættum einstaklingum gegn einhverju sem þessir vesalingar skilja ekkert í.
En ég er þér svo sannarlega sammála - mér er nóg boðið - ég geri þá kröfu að ofbeldislýðurinn verði settur inn þannig að forsvarsmenn þjóðarinnar - formenn allra flokka geti unni í friði.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:52
Já já það er eitt og annað sem má segja um þetta en samt sem áður er það niðurstaðan að ef ríkisstjórnin gæfi út að hún boðaði til kosninga í vor væru engin mótmæli af þessu tagi
Sævar Finnbogason, 31.12.2008 kl. 16:05
Það er eitt að vera óhress með stöðu mála, en að beita saklausu fólki líkamsmeiðingar og eyðileggja eigur annarra er óafsakanlegt!
Ég veit ekki betur en þetta sé einmitt það sem stjórnmálamennirnir hafa gert!
Hjalti Garðarsson, 31.12.2008 kl. 16:15
Sæll Einar.
Það eru þeir stjórnmálamenn sem gáfu kvótann og bankana. Fylgdust svo ekki betur með stærð bankanna að Ísland er tæknilega gjaldþrota.
Þeir hafa stolið milljónum af mér og mínum afkomendum.
Hjalti Garðarsson, 31.12.2008 kl. 16:38
Landráðamenn hefur einn virtasti menningarfrömuður þjóðarinnar nefnt þá valdstjórn sem nú situr. Nú stóð fyrir dyrum uppákoma í tengslum við eina stærstu hátíða ársins. Þar áttu samkvæmt hefðbundinni venju að baða sig í sviðsljósum -ásamt afreksmönnum og ýmsum þeim sem þjóðin hefur mætur á- helstu gerendur í meintum landráðum. Þessu var mótmælt og þar varð saklaust fólk illu heilli fyrir meiðslum. Hinir sluppu víst. Ekki verður við öllu séð þegar réttlátri reiði fólks er mætt með hroka og afneitun og reiðin vex þar til heiftin tekur völd. Ég geri meiri kröfur til valdstjórnarinnar en þegnanna.
Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 16:57
Frábært innlegg Árni.
Ég er sammála Theodor að þessar aðferðir ekki ásættanlegar og ekki árangursríkar, en hvað vitum við um það sem þarna gerðist. Við höfum bara heyrt söguna frá fréttamönnum sem fá ekki háa einkunn þegar kemur að umfjöllun mótmæla á Íslandi.
Þegar þó nokkur prósent Íslendinga safnast saman viku eftir viku til að MÆLA á móti þeim sem skuldsettu þjóðina, þá er áhugi mbl ekki mikill.
Þegar nokkrir ungir Íslendingar safnast saman og fimm þeirra SKEMMA sjónvarpskapla, hvað ætli að sé HELST Í FRÉTTUM? (sjá mynd)
Jón Þór Ólafsson, 31.12.2008 kl. 17:52
Vá þú ert svo reiður að þú gætir bloggað! Vá þú ert svo hrikalega reiður, þér hlýtur að vera nóg boðið!
Stonie (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 05:35
http://birgirsm.blog.is/blog/birgirsm/entry/758469/#comments
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.