Gleðilegt ár!

Elín Rut lætur ljós sitt skínaÉg óska ykkur öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir samfylgdina á því liðna. Hér á sveitasetrinu fögnuðu við áramótum með Kidda bróður mínum og Ásta mágkonu ásamt þeirra drengjum. Einnig voru þeir frændur mínir Eyþór og Karl hjá okkur og hjálpuðu til við að tendra fratkettina sem biðu þess að fá að ýmist fljúga, gjósa eða springa. Allt gekk þetta vel og enginn hlaut meiðsli af.  Guði sé lof! Myndir af hátíðarhöldunum er að finna hér á spásíðunni. 

Árið sem við kvöddum í gær reyndist okkur hjónunum afburðar gott ár með nokkrum djúpum sveiflum. Djúpu sveiflurnar tókum við með landsmönnum öllum og og snúa að efnahagsmálum. Okkur mætti í kjölfar bankahrunsins ágætis skammtur af úrvinnsluefnum, sumu er þegar búið að vinna úr en annað bíður lausnar. Það sem gerði árið hins vegar af einu af okkar bestu árum er að frumburðurinn okkar, Thea (20 ára)  fæddi lítinn gullmola í júlí og ég varð því í sumar - barnungur maðurinn - AFI. Og þvílík forréttindi! Það er ekki laust við að ég sé rígmontinn af litla nafna mínum enda full ástæða til. Thea mín  hefur það beint frá mömmu sinni að vera fyrirmyndar móðir og hún stendur sig afar vel í því hlutverki eins og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur.  Þannig má segja að öll okkar raunverulegu veðmæti uxu á síðasta ári. Birgir Steinn (18 ára) blómstrar í náminu sínu í Kaliforníu og er á mjög góðu róli, Jósúa (15 ára) stendur sig afar vel í skólanum og hefur þar að auki unnið trúfastlega í Bónus með skólanum undanfarin 2 ár. Elín Rut (11 ára) unir hag sínum mjög vel og stendur sig mjög vel bæði í skólanum og í fimleikum sem hún æfir af kappi. Krakkarnir okkar eru sem sagt öll í mjög góðum málum með líf sitt í góðu jafnvægi. Og við hjónin sem fögnum 22 ára brúðkaupsafmæli í þessum mánuði eru ennþá eftir öll þessi ár yfir okkur ástfangin hvort af öðru. Sem sagt - Að baki er enn eitt afburðar ár hjá okkur! 

Framundan er svo nýja árið með öll sín tækifæri og spennandi verkefni. Ég byrja árið á breytingum í vinnumálum sem ég segi ykkur betur frá á næstu dögum. Árið leggst vel í mig og ég hlakka til að takast á við allt það sem árið ber í skauti sér. 

Njótið þessa góða dags - hann er Guðs gjöf til okkar allra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Teddi og Kata í Kaliforníu 

Sæll og blessaður kappi

Mikið er gott að sjá þig á mbl blogginu. Ekki veitir af að skörungar láti sjá sig hér.

Guð gefi ykkur Gleðilegt ár og farsælt komandi ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Theodor Birgisson

Kæra Rósa.

Hjartans þakkir fyrir kveðjuna.

Guð gefi þér yndislegt ár! 

Kær kveðja frá okkur Kötu minni til þín og þinna. 

Teddi.

Theodor Birgisson, 1.1.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Gleðilegt nýja árið elskurnar og látið nú sjást við tækifæri í firðinum

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband