Góður dagur að baki.

Birgir Steinn og Theodór ÍsakÞessi síðasti dagur jóla hefur verið mér góður eins og flestir daga. Það eina sem skyggir á daginn er ekki einu sinni skuggi í raun og veru. Fjölskyldan er ekki bara að kveðja jólin í dag, við sjáum líka með söknuði á eftir Birgir Steini sem snéri aftur til Kaliforníu eftir afar vel heppnað jólaleyfi hér heima. Við Kata mín sátum langt fram á nótt með Theu okkar (20 ára) og Birgir Steini (18 ára) og spjölluðum um heima og geima. Það er svo yndislegt að eiga vináttu barnanna sinna og njóta samfélags við þau! Birgir Steinn flaug til Boston núna síðdegis og gistir þar í nótt. Á morgun fer hann svo áfram til San Fransisco þangað sem Gísli Hrafn vinur hann ætlar að sækja hann. Hann verður ekki kominn á áfangastað í Redding fyrr en undir morgun á fimmtudag að okkar tíma. Þetta er sannarlega langt ferðalag og ekki laust við að pabbi hans sé nett stressaður yfir þessu langa ferðalagi sonarins. En ég veit að hann er ekki einn þar sem Guð gætir hans í hverju spori. 

Annars var kvöldið notalegt. Vinir okkar Guðbjartur og Sigga Helga borðuðu með okkur og að því loknu skaut Guðbjartur upp nokkrum kílóum af fratköttum við mikinn fögnuð unga fólksins og þar með kvöddum við jólin að þessu sinni. Jólaleyfið var okkur öllum hér á sveitasetrinu afar ánægjulegt sem helgast ekki síst af því að við fengum að vera öll saman. Það er dýrmætara en orð fá nokkurn tíma lýst. 

Njótið lífsins vinir - það er Guðs gjöf til okkar allra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband