Heigulsskapur

Hverslags heigulsskapur er það að mótmæla með með grímur sem fela andlit manns?

Mér finnst sjálfsagt að menn komi sinni skoðun á framfæri en ef það er gert á opinberum vettvangi þá þurfa menn líka að þora að gera það undir eigin nafni (andliti). Þessi aðferð mótmæla er að mínu mati skrípaleikur sem skilar engu nema aukinni mótstóðu við mótmælendur. Það er varla tilgangur mótmælanna.


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, það er kjarni málsins. Ef þú hlustaðir og fylgdist með þá myndir þú vita að klúturinn er tákn um andlitsleysi þeirra sem bera ábyrgð. Semsagt, þeir sem eru ábyrgir fyrir hruninu mega vera andlitslausir (heigulsskapur), en ekki mótmælendur?? Hvar er lógíkin í því?

linda (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:20

2 identicon

Ég held reyndar að margir þeirra sem hylja andlit sitt óttist að verða refsað á einhvern hátt fyrir mótmælin og hylji þess vegna andlit sitt.

Refsing gæti t.d. komið fram í neitun á lánsfé í framtíðinni úr nýju bönkunum og hindrun á eðlilegri notkun á almannaþjónustu, viðkomandi gæti lent á svörtum lista tryggingafélaga svo eitthvað sé nefnt. Vænissýki? Kannski, en ef maður hefur lært eitthvað á undanförnum mánuðum, þá einmitt það að treysta engu og engum. Við höfum séð hvað þetta fólk er fært um að gera.

Lýðurinn sem stjórnað hefur bitlingunum undanfarin ár munu sennilega halda áfram að láta til sín taka þegar um hægist. Þetta vilja margir koma í veg fyrir, en óttast um leið "gagnaðgerðir" síðar meir.

Sá ótti er að mínu mati ekki úr lausu lofti gripinn. Það eru óvissutímar og fólk þarf að gera ráð fyrir öllu. Og vernda sig og sína while at it...Kv, Eiríkur Sturla

Eiríkur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:20

3 identicon

Ég er alveg sammála þér Theodor. Staðhæfingar um að "persónugera ekki mótmælin" eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast og eru léleg afsökun. Staðhæfingar um að þetta sé gert til þess að koma í veg fyrir að lögreglan þekki mann fela í sér viðurkenningu á því að viðkomandi hyggist aðhafast eitthvað ólögmætt sem kallar á valdbeitingu lögreglu. (þ.e. eitthvað annað en lögleg og réttmæt mótmæli).

Linda, það eru allir sammála því að þeir sem eru ábyrgir fyrir hruninu (hverjir svo sem þeir eru) ættu ekki að vera andlitslausir. En þýðir það að mótmælendur/anarkistar/annar "skríll" ættu að leggjast niður á sama plan? Mér finnst allaveganna ekki. 

Gunnar Sveinsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:28

4 identicon

Akkurat, að mótmæla án þess að segja til nafns og sýna andlit er ómarktækt, mér finnst svona mótmæli ekkert nema vott um heigulskap... það er ekki eins og ríkið eða eitthvað tengt því geti gert eitthvað því við viljum fá okkar rétt framgengt, ég styð fullkomlega mótmæli, en þetta er OFT SAGT OG ER ALVEG SATT, OFBELDI LEYSIR ENGANN VANDA!

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Nonni

Þetta er öryggisráðstöfun. Það voru brotnar rúður hjá einum talsmanna mótmælenda. Hagfræðingur úr Seðlabankanum hótaði fólki.  Lögreglan mætir með myndavélar á öll mótmæli. Kallarðu það heigulshátt að gera lágmarksvarúðarráðstafnir?  Hvað með þá sem vinna þar sem fólk með skoðanir á ekki upp á pallborðið?

Það á heldur ekki að persónugera mótmælin. Hversu oft hefur ekki verið drullað á talsmenn mótmælenda sem koma fram undir nafni, sagt að þeir séu bara athyglissjúkir?

Nonni, 7.1.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Nonni

Rögnvaldur hættu að beita svona rosalegu ofbeldi.

Ha, hvað meinarðu að þú sért bara að skrifa komment?

Nei, þú ert að beita ofbeldi, heldurðu að ég sjái það ekki?

Nonni, 7.1.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Guðrún

Mér finnst að þau ættu líka að hafa sundgleraugu...

Guðrún , 7.1.2009 kl. 20:03

8 identicon

Ég var að skoða myndina af þér - ertu viss um að þú eigir konu og börn ?

Hafþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:31

9 identicon

Nonni: "Hversu oft hefur ekki verið drullað á talsmenn mótmælenda"  - Þegar fólk tjáir skoðun sína og hugsun, t.d. með mótmælum á opinberum vettvangi HLÝTUR að mega gera ráð fyrir því að viðkomandi treysti sér til þess að taka við andsvörum eða gagnrýni á þær skoðanir/hugsanir! Er það kannski ástæðan fyrir því að þú skrifar ekki hérna undir fullu nafni? Treystirðu þér ekki til þess að taka gagnrýni á skoðanir þínar og felur þig bakvið "rafrænan andlitsklút"? Árásin á Nornabúðina er ÖLLUM til skammar, nema þá kannski blessaðri norninni sjálfri og þó ég sé hjartanlega ósammála henni um mjög margt þá átti hún þetta ekki skilið.

Guðrún: "þau ættu líka að hafa sundgleraugu" - Þannig ég skilji þig rétt: Þú vilt væntanlega að fólkið hafi sundgleraugu til þess að minka áhrif piparúðans þegar lögregla neyðist til þess að beita valdi. Ef þetta er rétt skilið, skoðum þá aðeins hvað gerist næst. Heldurðu að lögregla hætti þá bara? "Nei, strákar, piparúðinn virkar ekki, förum bara heim og leyfum liðinu að brjóta allt og bramla". NEI, það sem gerist þá næst er að lögreglan nýtur lögbundinnar heimildar til að færa sig ofar í valdbeitingarstigann = KYLFUR! ...og guð hjálpi okkur ef þær virka ekki vegna þess að þá er orðið ósköp lítið eftir í valdbeitingarstiganum en eiginlegt táragas og svo byssur! Já, ég sagði byssur! Allir íslenskir lögreglumenn hafa þjálfun í notkun skotvopna og MEGA nota þær þegar ALLT ANNAÐ bregst. Passaðu þig á því til hvers þú hvetur!

Gunnar Sveinsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:35

10 identicon

Mér finnst einmitt geðveikt heigulslegt að nota öryggisbelti.

Grímur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:16

11 identicon

Það er svo skondið að það má alltaf afsaka allt, (núna klútana) með að segja orðið "táknrænt" þá er allt orðið gott og blessað.

Það eru fólk hér sem er að verja það að hylja sig, nú langar mig að spyrja!!!

Hversu langt má ganga??? munu þið verja hér mig ef ég mætti í mótmæli við bankann og mundi draga upp Remington pumpuna mína, og bókstaflega ræna bankann og segja svo eftir á að þetta væri táknrænt. Bankarnir væru búnir að ræna fólkið og nú værum við að svara til baka.

Mér finnst lögbrot vera lögbrot og það eigi að handtaka fólk fyrir þau.

Það er búið að aukast ofbeldið hjá mótmælundum og það þarf að breytast.

Gáfulegra væri að mæta með einn bíl af kúaskít og sturta á dyraþrep bankanna. 

Guðm. Helgas. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:21

12 identicon

Þær ástæður sem ég hef heyrt fyrir því að fólkið feli andlit sín er sú að lögreglan myndar þá sem eru að mótmæla og þeir vilja ekki sýna andlit sitt við ótta við að verða undir barðinu á opinberum aðilum seinna meir.

Fyrir mér þá er þetta ekkert nema heigulsháttur og ber vott af vonleysi og vantrú á málstað sínum.  Ef þeir væru jafnfullvissir um að þeir myndu ná árangri og þeir eru um réttlæti aðgerða sinna þá væri gríman þörf.

Af þessu getum við svo gefið okkur að þetta fólk trúir ekki þeim málstað sem það segist berjast fyrir. Og hvað eru þeir þá eiginlega að gera??

Þetta eru ekkert nema ribbaldalíður sem er að fá útrás fyrir ofbeldishneigð sína og sækist eftir slagsmálum í þeirri von um að sleppa við ákærur þar sem þeir eru í einhverjum hópi en ekki einstaklingar sem slíkir.

Mín skoðun er að þessa mótmælendur beri að sækja til saka og refsa af fullum þunga, en það er spurning hvort einhver saksóknari eða opinber aðili hafi dug til þess.  Þeir þegja allir af ótta við þetta fólk.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:20

13 identicon

Sammmmmmála.

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband