Spakmæli

Við systkinin og makar hittumst öll í gærkvöldi í okkar árlegu þorraveislu. Því miður gátu ekki öll systkinin verið með en þar fyrir utan var kvöldið afar ánægjulegt. Óli og Anette sem búa í Danmörku  komust eðlilega ekki og Ella og Ketill áttu ekki ekki áttu heimangengt í gærkvöldi og voru því ekki með okkur. Það er dýrmætara en orð fá lýst að eiga fjölskyldu og fá að njóta þess að eiga samfélag við hana. Í þetta sinn vorum við heima hjá Sigrúnu og Heiðari og þar sem Sigrún fylltu árið á fimmtudaginn gáfu pabbi og mamma henni bókina Þegar orð fá vængi. Stórskemmtileg bók sem ég mæli með. Eitt spakmælið í bókinni á óvenjuvel við þessa tíma sem við lifum í dag: 

 Góða peninga á ekki að nota til að borga slæmar skuldir!

Annars er ég einn heima þessa stundina sem er afar óvenjulegt. Hér á sveitasetrinu er stöðugt fjör og skemmtilegheit og ég er afar þakklátur fyrir það. Það er hins vegar mjög sjaldgæft að ég sé einn með húsið og eins og ég elska allt umstangið sem hér ríkir dags daglega er yndislegt að vera einn í kyrrð og ró inná milli. Kata mín og Thea fóru með Theodór Ísak að horfa á Elínu Rut keppa í fimleikum og þar sem Kata telur að ég sé lasinn fékk ég þá tilskipun að vera heima og hvíla mig. Það þurfti reyndar ekki að dekstra mig til þess Halo

 Njótið lífsins vinir - það er of stutt til að eyða því í vanlíðan og vandræði! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Vegurinn til hjartans liggur um magann.

Þorramatur og svo fyrir stuttu var kótelettuklúbburinn. Hvernig er holdarfarið? Ertu nokkuð á leið upp stigann til mín eða grannur og flottu?

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.2.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband