Til hamingju með daginn!
10.4.2009 | 09:12
Til hamingju með daginn gott fólk.
Föstudagurinn langi er einn merkilegasti dagur mannkynssögur er í dag. Á þessum degi vann Jesús fullkominn sigur með því að fullkomna lögmálið. Þar með var næsta skref undirbúið og óhjákvæmilegt - að Jesús færi til heljar og sigraði þar dauða og djöful í eitt skipti fyrir öll.
Það sem Jesús gerði á þessum frábæra degi tryggir að ég þurfi aldrei að glíma við djöfulinn eða dvelja í helvíti. Hann hefur búið mér eilífan sigur og tryggt mér öruggan aðgang að Pabba okkar á himnum. Enska tungan er því skýrari með nafn föstudagsins langa en á engilsaxnesku kallast dagurinn "Föstudagurinn góði (e. Good Friday)"
Svo kæru vinir - Til hamingju með daginn og njótið hans í botn!
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 12:56
Hæhæ og Gleðilega páska, þetta er svo rétt ! Þvílík náð sem að við lifum undir :-)
Guð blessi þig og fjölskyldu þína...þið eruð frábær ,
knús frá DK
Guðfinna Oddsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.