Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Vormót

Vorið er gengið í garð þó að veðrið sé ekki alveg að átta sig á því. Dagarnir lengjast og það sést skemmtilegur munur á milli vikna. Mér finnst vorið einn skemmtilegasti tími ársins þó svo að allar árstíðir hafi sannarlega sinn sjarma.

Núna um helgina er í fyrsta sinn haldið vormót Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík. Að mótinu standa Mozaik, Samhjálp og Fíladelfía og fara allar samkomurnar fram í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2. Samhliða mótinu, sem ber yfirskriftina "Jesús lifir í mér", er frábært krakkamót með mjög skemmtilegri dagskrá. Í kvöld og á laugardagskvöld eru t.d. sérstakar krakkasamkomur sem fara fram í húsnæði Mozaik að Skógarhlíð 2. Samkomurnar eru ætlaðar fyrir átta ára og eldri og verða algerlega frábærar. Ég hef verið í kirkjubransanum í 25 ár og ég veit ekki til þess að krakkasamkomur með þessu sniði hafi nokkurn tíma verið haldnar áður. Það er búið að umbreyta húsnæðinu og í gær voru hátt í 30 manns sem vann að undirbúningi kvöldsins í Skógarhlíðinni. Alveg magnað!!! 

Ég verð síðan sjálfur að predika á samkomu fyrir fullorðna í kvöld í Fíladelfíu og það verður alveg frábær ræða....Vona ég alla vega. Það er því nóg um að vera þessa helgina hjá mér eins og flestar helgar. 

Njótið lífsins vinir - það er Guðs gjöf til okkar. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband