Jákvæðar fréttir

Ég er einn af þeim fylgist mjög náið með fréttum og les netmiðlana nokkrum sinnum á dag (til að missa ekki af neinu). Fréttir af heiman eru því miður lang flestar neikvæðar og niðurþrykkjandi, en það er svo sem svipað ástand á dönsku miðlunum, þó að það þeir séu heldur upplitsdjarfari en þeir íslensku. En það er nánast aldrei fjallað um það sem er jákvætt eða uppbyggilegt. Það er eins og jákvæðar fréttir "selji" ekki nógu vel.

 Atburðirnir á Haíti hafa eðilega verið mikið í fréttum. Ég á engin orð til lýsa sorg minni yfir þvi sem þar gerðist, og vona að slíkt muni aldrei endurtaka sig. Þó er það næsta víst að jörðin mun halda áfram að skjálfa og maðurinn mun aldrei ná að reikna út hvernig eða hvar nátturuhamfarir ríða yfir.

 Margar hjálparstofnanir og kirkjur hafa lagt hönd á plóginn og það eigum við að sjálfsögðu að gera. Í fréttum heyrum við núna mest um hversu erfitt sé að koma hjálpargögnum til bágstaddra, hvernig misyndismenn hafa nýtt sér neyðinni og annað í þeim dúr sem er sorglegt og neikvætt.

 Ein ótrúleg frétt hefir einhverra hluta vegna ekki ratað í heimsfréttirnar þó að viðburðurinn sé stórfrétt. Þann 12. febrúar kallaði forseti Haítí nefnilega þjóðina sína saman til bæna og föstu fyrir landi og þjóð. Talið er að allt að því 1.000.000 manns hafi tekið þá í bænastundinni. Það er að mínu mati heimsfrétt, en hefur þó ekki vakið athyggli fréttamanna eða fréttastjóra. Ég læt hér fylgja með myndband um þessa frétt.

 

 

 

Njótið lífsins vinir og njótum alls þess góða sem er í kringum okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband