Morgunstund...
20.3.2010 | 06:52
...gefur gull í mund!
Það er ekki vinna sem veldur því að ég vakna svona snemma á laugardagsmorgni né þá vonin um að einhver sé tilbúin að borga mér fyrir það að taka daginn snemma. Nei, það er eingöngu vegna þess að mín líkamsklukka segir mér dags daglega hvenær best sé að fara á fætur. Á virkum dögum er það á milli 5 og 6 þannig að það að ná að sofa til 7 er bara góður árangur.
Vikan hefur viðburðarrík, en um leið og ég kom heim frá Íslandi byrjaði skólinn á fullu og þar er ekkert gefið eftir. Ég hef í huga stórfeldar áætlanir um að ná þessari önn eins og þeirri síðustu og útskrifast síðan eftir tæpa þúsund daga. Þetta er sem sagt að bresta á!
Helgina ætlum við að nota til þess að hvílast og njóta samvista við fólkið okkar. Við byrjum á því að rölta yfir til Theu og Birgis Steins og fá okkur morgunkaffi, en sú hefð hefur komist á eftir að þau fluttu hér í götuna okkar að fá sér mogrunkaffi í eldhúskróknum þeirra á laugardagsmorgnum. Ég verð að sjálfsögðu búinn að hita upp með einum eða tveimur bollum hér heima enda þaulreyndur kaffikall á ferðinni hérna megin. Í kvöld borðum við síðan öll saman hérna heima og við ætlum í tilefni að því að tengdamamma er í heimsókn að gera okkur glaðari dag en venja er til. Það er svo gaman þegar fjölskyldan er saman!
Annað er ekki planað fyrir helgina, en markið er sett á að njóta þess að vera til og fullnýta hvert andartak.
Njótið þess vinir að vera til!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.