Germanía
11.7.2010 | 09:57
Einn af kostum þess að búa í Danmörku er að Evrópa liggur við fætur manns. Þannig getur maður sest uppi í bílinn sinn og keyrt á milli landa eins og ekkert væri einfaldara. Fyrir mig sem innfæddan eyjabúa er þetta alltaf jafn mögnuð tilfinning, og eitthvað sem mér hefur þrátt fyrir ítrekaðar æfingar ekki ennþá tekist að venjast :-)
í gærmorgun sestum við hjónin ásamt Jósúa syni okkar uppí gamla græn og svo var keyrt af stað. Fyrsti áfangastaður var Silkiborg en þar tókum við Önnu mágkonu mína uppí, en hún var þar á fundum vegan vinnunnar sinnar. Ferðin til Silkiborgar gékk heldur hægara fyrir sig en upprunarlega var áætlað, þar sem danska vegagerðin var með framkvæmdir á E45. Við fengum því að bíða í biðröð og rétt silast áfram í tæpa klukkustund.
Við stoppuðum í rúmman klukkutíma í Silkiborg, sem er framúrskarandi fallegur bær, sem meðal annars skartar hinu himinnháa Himmelbjarget. Við fórum á útimarkað í miðbæ Silkiborgar, keyptum ávexti og jarðaber og að sjálfsögðu danskar pulsur!! Síðan sátum við á bekk utan við Silkiborg Kirke og virtum fyrir okkur mannlífið og nutum þess að vera öll saman.
Síðan var lagt af stað aftur og ferðin sóttist vel. það verður þó að segjast að ég saknaði verulega þeirra glæsibifreiða sem ég ók á Íslandi áður en allt fór eins og það fór. Mest saknaði ég Peogeot 407 bílsins míns. Hann hafði svo margt sem gamli grænn hefur ekki, t.d. sjálfskiptignu, cruise control og......LOFTKÆLINGU! Hitinn úti var 35 sænskar gráður og þegar yfirferðin skilar 140 kílómetrum á hvern klukkutíma er ekki mögulegt með góðu móti að hafa gluggana opna. Ekki veit ég hvað hitinn inni var mikill en það var heitt! Það hreinlega lak af okkur svitinn alla leiðina.
En það er samt eitt sem gamli grænn hefur sem glæsikerrurnar höfðu ekki: Ég á hann skuldlausann!!! Í dagskiptir það mig ÖLLU máli.
Eftir að hafa glímt við hraðbrautirnar í Þýskalandi og Danmörku í átta klukkutíma lögðum við fyrir utan hús Betu mágkonu og Detlefs. Þau áttu von á okkur Kötu og Jósúa en við höfðum haldið því rækilega leyndu fyrir þeim að Anna systir var með í för. Það voru því gríðarlegir fagnaðarfundir þegar þau Beta og Detlef komu út á móti okkur og sáu leynigestinn. Það var bara yndislegt að sjá og heyra. Og að sjá þær svo allar þrjár faðmast og kyssast var yndislegt. Hrein vinátta og djúp væntumþykja. Dýrmætara en gull!
Móttökurnar voru að venju framúrskarandi. Það verður að viðurkennast að það fyrsta sem ég bað um var eitthvað ískalt og svalandi að drekka... Við áttum svo yndislega kvöldstund, fórum meðal annars rétt utan við bæinn að horfa á sólarlagið, sátum svo í eldhúsi þeirra heiðurshjóna og nutum jafnt frábærra veitinga og yndislegs samfélags. Það var langt gegnið inní nýjan dag þegar loksins var gengið til náða.
Lífið er ljúft - stundum sjáum við bara ekki skóginn fyrir trjánum. Kúnstin er að njóta auknablikanna og gera það best úr öllum kringumstæðum.
Ég elska lífið!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.