Viðburðarríkir dagar!

Það hefur sannarlega verið líflegt í okkar húsi undanfarna daga og við fjölskyldan virkilega notið samfélagsins við fólk sem við elskum. Anna systir Kötu minnar hefur verið hjá okkur í tæpar tvær vikur en fór heim í gær, og Kiddi og Ásta hafa verið hér í Álaborg í vikutíma og við öll notað tímann vel til samfélags ásamt Óla bróðir og hans fjölskyldu.

Við höfum, auk þess að borða mikið og vel bæði heima hjá Óla og Anette og okkur Kötu minni, farið öll út að borða saman, gegnið um miðbæ Álaborgar og skoðað mannlífið, farið niður á strönd og borðað þar nestið okkar (Sandwich og sandkaka)og notið þess að liggja í sólinni og svambla í sjónum. Í hnotskurn má segja að við höfum verið verulega upptekin við að njóta lífsins.

Í gær fór Anna systir sem sagt heim, en með sömu vél og hún fór kom elsku Birgir Steinn okkar heim eftir fjórar vikur á Íslandi og það var verulega gaman að fá drenginn heim aftur. Þegar við komum heim frá flugvellinum biðu okkar síðan afar góðir gestir, en það voru þau Kiddý og Baddi sem vorum á leiðinni heim til Noregs og keyrði hér í gegnum Álaborg. Við áttum því yndislegan dag með vinum okkar, fengum okkur fyrst kaffi og með því, fórum síðan í góðan göngutúr um hverfið og loks grilluðum við góðan mat og nutum samfélagsins hvert við annað. Það var yndislegt að eiga tíma með Kiddý og Badda enda úrvalsfólk þar á ferð.

Eftir að vinir okkar voru farnir til að ná í ferjuna til Norðurvegs sátum við Kata mín út á svölum með börnunum okkar og nutum þess að spjalla saman. Það er svo óendanlega dýrmætt að eiga vináttu barnanna sinna og geta notið þess að deila af sínu lífi og taka þátt í þeirra lífi. Þar sem systkinin höfðu ekki hisst í 4 vikur, höfðu þau líka margt að segja hvert öðru. Við gömlu voru því löngu farinn inn að sofa áður en krakkarnir gengu til náða og Thea og Birgir Steinn fóru heim til sín.

Ég lagðist til hvíldar í gær afar þakklátur Guði fyrir það líf sem ég fæ að lifa og þá vini sem Guð hefur sett inní líf mitt, jafnt innan fjölskyldu sem utan. Það eru verðmæti sem ekki verða keypt!!

Í dag ætlum við bræðurnir þrír síðan að eiga okkar yndislegu "bræðrafundi" þar sem við tökum marga klukkutíma í það eitt að njóta einlægrar vináttu hvers annars og létta af hjarta okkar við hvern annan.

Ég elska að vera til!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband