Samkoma í dag

Mikið er innilega gott að komast heim eftir ferðalög. Ferðin vestur gekk vel og það fór ágætlega um mig á hótelinu í Hólminum - en það er ekkert eins gott og að vera heima! Kata mín beið eftir mér í gærkvöldi með góðan mat eins og henni var líkt. Við áttum svo notalega kvöldstund fjölskyldan með ropvatn og popp og horfðum á bíómynd. Myndin var ekkert sérstök enda finnst mér kvikmyndagerð vera frekar slappa núorðið og fáar myndir sem grípa mig. Kannski hafa myndirnar ekkert breyst, ef til vill er það bara ég sem hef breyst. En það var samt yndislegt að sitja með fólkinu sínu og njóta samfélagsins. 

 Í dag er stefnan sett á kirkju eins og alla sunnudaga. Samkoman okkar í Mozaik byrjar kl. 14:00 og þar er alltaf  mikið fjör. Vinur minn Halldór Lárusson er að predika í dag og það er enginn svikinn af hans kennslu.

Njótið lífsins vinir - það er of stutt til að eyða því í vonbrigði og víl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband