Nafni minn 6 mánaða í dag
19.1.2009 | 18:32
Í dag eru 6 mánuðir síðan ég fékk nafnbótina AFI. Tíminn er sannarlega fljótur að líða. Það er helst til frásagnar að við höfum báðir nafnarnir notið þess í botn að eiga hvorn annan Ég er alltaf jafn heillaður af litla krílinu og finnst hann algjört æði. Hann er alltaf svo glaður og kátur...nema þegar hann er svangur. Við eigum sem sagt meira sameiginlegt en nafnið... Thea mín er líka að blómstra í sinu nýja hlutverki sem móðir og við Kata mín erum svo þakklát fyrir að fá að hafa þau heima hjá okkur.
Það er eins með okkur Kötu og aðra að hin einu sönnu verðmæti sem við eigum eru börnin okkar. Það er því gleðilegra en nokkur orð fá lýst að sjá öll börnin sín blómstra og njóta þess að vera til. Fyrir það er ég Guði afar þakklátur. Slíkt er ekki sjálfgefið!
Það má því með sanni segja að lífið leiki við mig!
Athugasemdir
Til hamingu með litla afasnáðann =) Hann er algjör æðibiti og hann er heppinn að eiga ykkur Kötu fyrir afa og ömmu..
Kv. Eygló frænka
Eygló (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:08
já hann Theodór Ísak er alveg yndislegur :D Við erum líka svo þakklát fyrir ykkur og alla ykkar hjálp og elsku.. love you
Thea (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.