Kótelettuklúbbur

það hefur verið gestkvæmt hér á sveitasetrinu um helgina. Á föstudagskvöld var Kata með saumaklúbb en Kata var ein af þeim sem stofnaði þann klúbb fyrir tæpum tuttugu árum og þær hittast ennþá einu sinni í mánuði og eiga góðan tíma saman. Í gærkvöldi var síðan röðin komin að mér að hýsa Kótelettuklúbbinn en í honum erum 8 bráðskemmtilegir vinir mínir og við hittumst alltaf fyrsta laugardag í mánuði til að borða kótelettur. Það eru mjög strangar reglur um hvernig á að matreiða letturnar en þar sem mikil meirihluti meðlima í klúbbnum eru undir eftirliti hjartasérfræðinga er því miður ekki hægt að gefa upp aðferðafræðina hér á veraldarvefnum. En ég get sagt ykkur að þetta er FERLEGA FRÁBÆR AÐFERÐ ef litið er til bragsins. Báðar þessar uppákomur um helgina tókust mjög vel. það er mikið ríkidæmi að eiga góða vini. Í dag förum við síðan í kirkju í Mozaik eins og alla sunnudaga.

Það var líka stór helgi hjá Birgir Steini syni mínum um helgina. Hann var að spila á stóru móti með  Jesus Culture. Ég hef ekki vit á tónlist en þeir sem þekkja til segja þetta  frábært tækifæri fyrir hann og staðfesti enn einu sinni hvað hann er góður bassaleikari. 

Hér er myndband frá Jesus Culture móti sem haldið var í fyrra. 

 

Lífið er sannarlega ljúft og ég er ákveðinn í að njóta þess!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn

Kótelettur, nam nam. Ég á tvo bloggfélaga sem eru í kótelettuklúbbnum. Mætti Henningsson í letturnar? Þú verður að drífa þig í að gera hann að bloggfélaga.

Við heyrumst við tækifæri.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Theodor Birgisson

Mr. Henningsson lætur sig ALDREI vanta í Kótelettuklúbb!!!!

Kær kveðja
Teddi

Theodor Birgisson, 9.2.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband