Hann er upprisinn!

Jesús kom sá og sigraði þegar hann gerðist maður og dó í okkar stað á Golgata. Erling vinur minn Magnússon orðaði það svo vel þegar hann sagði að páskadagur væri andardráttur kristinnar trúar. Jesús dó ekki bara  - hann reis upp frá dauðum og lifir enn!

Eftir dauða hans og upprisu er ekkert sem getur tekið mig eða þig frá kærleika föðurins sem elskar alla menn án nokkurra skilyrða. Það er hins vegar lagt í okkar vald að þiggja eða afþakka samfylgd Guðs í gegnum lífið. Þeir sem velja að ganga með Guði verða eitt með honum eins og segir í Jóhannesarguðspjalli 17. kafla.

Þar er fjallað um að eins og Guð faðir, Sonurinn og Heilagur andi séu eitt, verði þeir sem taka á móti frelsisverki Jesú Krists eitt með föðurnum. það verður alger samruni. Best er að líkja þessu við það að taki maður gulan leir og rauðan leir og nuddar þeim saman lengi og vel þá renna guli og rauði liturinn saman og úr verður rauðgul leirkúla. Ekki röndótt og ekki köflótt heldur einlit rauðgul kúla. Þegar búið er að nudda þessu saman með þessum hætti er síðan ógerningur að aðskilja rauða og gula leirinn frá hverum örðum. það hefur orðið alger samruni. Eins er með okkur Guð, það verður alger samruni á milli okkar og hans. Það þýðir að "ekkert getur lengur gert okkur viðskila við kærleika föðurins"eins og Páll postuli orðar það í bréfi sínu til Rómverja.  Vegna Jesús Krists erum við orðin samofin Guði föður sem samkvæmt Jóhannesi 17:23  elskar okkur eins og hann elskar Jesús.

Þvílíkt frelsi sem við höfum eignast. Eina sem við þurfum síðan að gæta að er að frelsi fylgir án undatekninga ábyrgð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður Séra Theódór

Gleðilega Páskahátíð

Guð blessi þig og þína

Kær kveðja frá fyrrverandi sóknarbarni.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 11:58

2 identicon

Sæll Theodor.

Gleðilega Páskahátíð.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband