Sumarfrí!

Þá er ég kominn í sumarfrí og verð í sumarfríi í allan dag!

Daginn ætla ég að nota til samfélags við bræður mína, en eins og lesendur síðunnar minnar vita er Óli bróðir hér heima í tilefni 70 ára afmælis pabba um daginn. Við Kiddi heimsækjum Óla á hverju vori og dveljum í góðu yfirlæti hjá þeim Anette og við bræðurnir höldum okkar árlegu "bræðrafundi". Þessir dagar eru alltaf afar skemmtilegir þar sem við bræðurnir tölum, hlægjum, rifjum upp skemmtilega minningar,  deilum framtíðarsýn okkar með hver öðrum, segjum sögur sem stundum eru sannar og borðum mikið af góðum mat. Í dag er sem sagt stuttur bræðrafundur og ég tók mér einn sumarleyfisdag í það verkefni. Við munum síðan að sjálfsögðu halda alvöru bræðrafund austur í Danmörku seinna í vor eða sumar þannig að dagurinn í dag er bara upphitun. 

Annars gekk afmælið hans pabba afar vel og gamli var greinilega mjög ánægður. Það voru fjölmargir sem ávörpuðu hann og mærðu í bak og fyrir og það var ekki laust við að hann væri klökkur yfir öllum ræðuhöldunum. Þegar hann svo kvaddi fólk í lok kvöldsins og þakkaði fyrir sig var hann síðan klappaður upp en það hef ég aldrei séð í slíkri veislu áður. En kvöldið var vel heppnað og gaman að taka þátt í þessu með stór fjölskyldunni. 

Njótið dagsins vinir - það ætla ég að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Hörku sumarfrí, vona að þú fáir fleiri daga þegar sumarið er komið fyrir alvöru. Ég hvatti frænda minn Eyþór Arnalds og vinkonu mína Ásdísi Sigurðardóttir að þramma með ykkur í bænagöngunni. Þau eru bloggvinir mínir. Vona að þú þekkir þau.

25

Selfoss

Bæn:

Samgöngur:

Biðja fyrir öllum samgöngum á lofti, láði og legi. Hvort heldur innanlands eða til og frá landinu.Að viska komi inní allar framkvæmdir hvað þetta varðar.Að kostnaður við ferðalög mætti lækka.

Umsjón

Gunnhildur 694 9881 / Aron 694 9498

lengd

4 km - 1 klst

KL:09

Við Hvítasunnukirkjuna Austurvegi 40b

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband