Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
femoghalvtreds!
28.2.2010 | 16:58
Mikið er merkilegt hvernig heili mannsins registerar nýtt tungumál á stuttum tíma, sérstaklega hjá börnum.
Í gegnum árin hefur það helst verið Kata mín sem hefur setið yfir lærdómnum með börnunum okkar, en þó hefur það komið fyrir að ég hef aðstoðað þau. Eins og í dag.
Elín Rut var í einhverjum vandræðum með stærfræðina og ég sat hjá henni og liðsinnti henni. Málið var ekki sérlega flókið í þessari umferð, það var ekki fyrr en verkefnin þyngdust að ég kallaði á syni mina mér til halds og trausts. Hún er jú komin í 6. bekk.....
Verkefnið okkar Elin Rutar fólst í að mæla stærð horna. Við fundum til þess gráðuboga og svo var hafist handa. Elín Rut lagði gráðubogann samviskulega á sinn stað og síðan fikruðum við okkur eftir mælikvarðanum til að finna stærð hornsins. Elín Rut var á undan mér að finna svarið og sagði af sannfæringu: femoghalvtreds!
Og ég sem hélt að hornið væri 55 gráður.
Njótið lífsins vinir - það er Guðs gjöf til okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tækifæri
27.2.2010 | 16:29
Lífið býður uppá mörg og margvísleg tækifæri. Margir missa af sínum stærstu tækifærum vegna þess að þeim skortir kjarkinn til að láta á hlutina reyna. Þeir sem hins vegar þora að ganga út á vatnið munu annað hvort blotna í tærnar, eða ná að ganga á vatninu. Það sem er spennandi er að maður veit það ekki alltaf fyrirfram hvernig árangurinn verður.
Fyrir rúmmu hálfu ári stóðum við Kata mín frammi fyrir því að taka aðra holskefluna í okkar fjármálum. Við vorum þá nýrisin upp eftir okkar fyrri niðursveiflu, og sú sveifla var alfarið í okkar boði og á okkar ábyrgð. Þar tókst okkur að sigla okkar "þjóðarskútu" upp á sker án þess að neinum væri um að kenna nema okkur. Í seinna skiptið urðum við samferð nokkurm góðum einstaklingum og lögaðilum eins og Eimskip, Stoðum, Kaupþingi, Glitni, Landsbankanum og Hannesi Smárasyni, svo að aðeins nokkrir séu nefndir. Það var svo sem ekkert minna svekkjandi að tapa öllu aftur, þó að í því væri smá fróun að auðvelt var í þessari lotu að benda á aðra sem hjálpuðu til við að stranda skútunni. Þetta var sem sagt ekki alfarið á okkar ábyrgð.
Reynsla gjaldþrotsins í byrjun aldarinnar hafði þo kennt okkur það að það eina sem við töpuðum í bankahruninu 2008 voru peningar. Við áttu ennþá hvort annað, einlæga vináttu og hreina ást og .....tækifæri!
Við tókum á tiltölulega skömmum tíma ákvörðun um að nýta tækifærið sem fólst í því að við neyddumst til að flytja úr fallega sveitasetrinu okkar á Selfossi að flytja aðeins lengra en við höfðum gert í langan tíma. Stefnan var sett á Álaborg og síðan var haldið á vit nýrra ævintýra.
Sumir voru afar svartsýnir á þessa ákvörðun okkar, en aðrir stóðu með okkur og höfðu trú á því að þetta væri góð og heilbrigð ákvörðun. Það sem mestu máli skipti var að við fjölskyldan vorum sammála um að í breytingunum lægu tækifæri og við ákváðum að "taka sénsinn". Í slíkum tilfellum gildir oft að sá sem alltaf horfir í skýin sáir aldrei, og sá sem sáir aldrei, uppsker aldrei.
Við sáðum ..... og nú uppskerum við og erum harla ánægð með að hafa þorað að nýta þau tækifæri sem við sáum í kringumstæðunum.
Bara smá pæling hjá mér! Njótið lífsins - og tækifæranna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)