Ísland!

Eins og ég er innilega ánægður með að búa í Danmörku, líður afar vel þar og væri ekki tilbúinn að flytja heim núna, þá er Ísland alltaf landið mitt og íslenska alltaf tungumálið mitt. Ég elska Ísland!

Ferðalagið gekk vel og við bræðurnir vorum komnir heim til Kidda og Ástu um miðnættið í gær. Ásta tók á móti okkur með íslenskum veislukosti, heimabökuðu brauði, hangikjöti, skyr og kaffi. Það hitti í mark!

Í morgun fórum við bræður ásamt Hermann Inga og Birgi Kiddasonum í kaffi til pabba og mömmu og það voru að sjálfsögðu fagnaðarfundir. Ella systir kom þar líka og það var yndislegt að sitja í stofunni hjá pabba og mömmu og njóta samfélagsins við dýrmæta vini, borða íslenskar flatkökur með eggjum og sötra kaffi með.  Engu líkt!

Í kvöld er svo mikil veisla til heiðurs mömmu og ég hlakka mikið til að hitta allt fólkið. Á morgun ætla síðan systkinin ásamt pabba og mömmu að hittast heima hjá Ellu og Katli og borða saman. Það eru því framundan yndislegir dagar og þó að það fari mér engan vegin að vera Kötulaus þá nýt ég þess að vera heima á Íslandi í faðmi stórfjölskyldunnar.

Njótið augnabliksins vinir - það kemur aldrei aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njóttu daganna hér á Íslandi vel. Mikið var nú skemmtilegt að "sjá" þig í nokkrar sekúndur í dag. Verst að þær voru ekki fleiri. Kær kveðja, Sara

Sara (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband