Í sandölum og ermalausum bol....
25.7.2010 | 07:35
Ţađ hefur veriđ mikil veđurblíđa í Danmörku undanfarnar vikur og Álaborg hefur skartađ sínu fegursta. Ég sé ţađ reyndar á fréttum frá gamla landinu ađ veđriđ hefur einnig leikiđ viđ landann.
Munurinn á veđrinu hér í Álaborg og heima á Fróni finnst mér ekki síst mćlast í stöđugleika. Hér er bara einfaldlega sumar á sumrin, en heima veit mađur svo sem aldrei hverju mađur má búast viđ. Ţađ er reyndar líka einn af kostunum viđ ađ búa á Íslandi, alltaf eitthvađ spennandi ađ gerast.
Í gćrkvöldi fór ég ađ venju í góđan göngutúr. Ađ ţessu sinni fór ég einn ţar sem Kata mín var upptekin viđ ađ finna sér sófa á Gul og Gratis síđunni, sem er Barnaland baunverjanna. Ţađ er svo sem ekki í frásögur fćrandi ađ ég fari í göngutúr, en eins og oft á mínu rölti hugsađi ég heim til Íslands í gćrkvöldi. Hugleiddi hvađ vinir mínir vćru ađ ađhafast, hugsađi um hvernig veđriđ skyldi vera og hvernig fólkiđ mitt almennt hefđi ţađ. Ţetta var svo sem afar hefđbundin göngutúr, eitthvađ sem ég hef alltaf gert mikiđ af, bćđi hér viđ Limfjorden og heima á gamla klakanum. Ţađ sem gerđi göngutúrinn í gćr ólíkan ţeim sem ég hef tekiđ heima á Íslandi var skófatnađur minn.
Ég held ađ ţađ hafi veriđ Ţórhallur Sigurđsson leikari, sem hélt uppá 60 ára afmćliđ sitt í rúmlega tvö ár, sem söng um sólarţyrstan landann sem skemmdi sér vel viđ suđrćnar strendur í "sandölum og ermalausum bol....."
Ekki á ég neinn ermalausan bol en ég á mjög góđa Rockport sandala sem ég keypti í Peuerto Rico fyrir 6 árum síđan. Ţessir sandalar hafa síđan ferđast međ mér til fjölmargra landa og međal annars gengiđ götur Páls postula viđ botn Miđjarđarhafsins. Heima á Íslandi hafa Rocport skórnir eingöngu veriđ notađir sem inniskór en hér í ríki Margrétar Ţórhildar hef ég varla gengiđ í neinu öđrum vikum saman. Á táslunum í Rocport!!
Ekki veit ég hvernig skófatnađ ţú ćtlar ađ nota í dag, en ég ćtla á ströndina međ fólkiđ mitt, í sandölum og sundbuxum. Kúnstin viđ ađ njóta lífsins felst nefnilega í ađ njóta lífsins og ţess sem augnablikiđ gefur tćkifćri til.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.