Heimsmarkaðsverð á olíu.

Allir bíleigendur á Íslandi, svo og þeir sem fylgjast með almennri umræðu á Fróni, vita að heimsmarkaðsverð á hráoliu breytist hratt og sveiflast mikið. Þessar sveiflur skila sér inní verðlag á eldsneyti heima á Íslandi um það bil korteri áður en búið er að breyta heimsvarðkaðsverðinu hjá byrgjum. Þvílík er fyrirhyggjusemi íslensku olífélaganna.

Ég er frekar vel að mér í Íslenskri tungu og met mitt móðurmál enn meira núna en nokkurn tíma. Það að glíma við undarlegt tungumál eins og dönsku allan daginn, alla daga, kennir manni meira en nokkuð annað að meta sitt eigið tungumál. En nú veit ég ekki hvort ég hef skilið orðið "heimsmarkaðsverð" rétt. Ég hef alltaf skilið það þannig að það sé verðið sem gildir hjá byrgjum í almennum markaðvæddum heimi. Það sé sem sagt sama "heimsmarkaðsverð" alls staðar í heiminum.

Nú hef ég búið í Danmörku í eitt ár og rekið hér heimili, og þar með talið bíl. Ég hef keyrt talsvert mikið og keypt talsvert mikið af bensíni á gamla græn. Tvær ferðir höfum við farið suður til Germaníu og því hef ég einnig átt talsverð viðskipti við þýska eldsneytissala. Þann tíma sem við höfum búið hér ytra hefur íslenska krónan styrkst gagnvart þeirri dönsku um 18%. Á þessum sama tíma hefur eldsneyti ekki hækkað neitt hér í danmörku! Og það hefur lika verið sama verð þau skipti sem ég hef skotist suður yfir landamæri. Heima á klakanum hefur hins vegar "heimsmarkaðsverð" hækkað um 6% á sama tíma og styrking krónunnar hefur verið mjög áberandi.

Nú er ég bara "skólastrákur í útlöndum" og ekki ósennileg að ég kornungur maðurinn skilji bara ekki "business" betur en þetta. En þar sem ég veit að pabbi minn, sem er mikill áhugamaður um þróun verðlags á Íslandi og auk þess stærðfræðisnillingur af Guðs náð, á eftir að lesa þessar línur mínar þyrfti ég að biðja hann að útskýra fyrir mér hvernig "heimsmarkaðsverð" á hráoliu þróast í samræmi við gengisþróun íslensku krónunnar.

Niðurstaða mín af þessari óvísindalegu rannsókn minni á þróun heimsmarkaðsverðs er reyndar sú að það sé alls ekki það sem ráði ferðinni í verðlagi á eldsneyti heima fyrir. Það eru einhver önnur sjónarmið sem þar ráða för. Og í þeirri umræðu verð ég að segja að ég treysti íslensku oliufélögunum hreint ekki til að gæta hagsmuna neytenda. Og þá er ekki laust við að maður varpi öndinni mun léttar vitandi að olíufélögin eru löngu hætt öllu samráði um verð........

Njótið þessarar miklu ferðahelgi og vonandi sveiflast heimsmarkaðsverðið ekki mikið á milli daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband